Lífið

Jarren C til landsins

dj jarren c  Einn vinsælasti plötusnúðurinn í London þeytir skífum.
dj jarren c Einn vinsælasti plötusnúðurinn í London þeytir skífum.

Plötusnúðurinn Dj Jarren C, sem er einn vinsælasti plötusnúðurinn í London um þessar mundir, þeytir skífum á Vegamótum á laugardagskvöld.

Dj Darren er fastasnúður á stöðum eins og Kabaret Prophecy, Jade Jagger‘s Jezebel, China White og Boujis þar sem hann hefur spilað fyrir stjörnur eins og Jay-Z, Beyoncé, Justin Timberlake, Pharrell Williams, Paris Hilton og Lindsay Lohan.

Einnig hefur hann spilað í 35 ára afmælisveislu Naomi Campbell og í eftirpartíum hjá Madonnu, Lenny Kravitz, Gorillaz og 50 Cent. Með honum í för verður blaðamaður frá Touch Magazine til þess að fjalla um Íslandsför kappans en það blað er eitt vinsælasta „Urban“-tónlistarblaðið í Bretlandi.

Partíið á Vegamótum byrjar upp úr miðnætti og stendur langt fram eftir nóttu. Frítt er inn og aldurstakmark er 22 ára. Upphitun verður í höndum Dj Dóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.