Lífið

Yngsta afgreiðsludama landsins

Kristína Berman og Úlfrún Kristínudóttir. Kristína segir Úlfrúnu vera í starfsþjálfun hjá Verksmiðjunni og hefur þessi sjö mánaða dama þegar vakið nokkra athygli fyrir störf sín.
Kristína Berman og Úlfrún Kristínudóttir. Kristína segir Úlfrúnu vera í starfsþjálfun hjá Verksmiðjunni og hefur þessi sjö mánaða dama þegar vakið nokkra athygli fyrir störf sín. MYND/Anton

„Hún er í strangri þjálfun hjá okkur,“ sagði Kristína Berman þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um ungabarn á afgreiðsluborði Verksmiðjunnar sem vakti athygli vegfarenda á Skólavörðustíg í vikunni. Kristína er móðir stúlkunnar og einn af eigendum Verksmiðjunnar, sem rekin er af sjö hönnuðum. Þessi yngsta afgreiðsludama landsins ber nafnið Úlfrún Kristínudóttir og er sjö mánaða gömul, en Kristína segir hana þegar hafa vakið nokkra athygli fyrir störf sín.

„Það voru hérna Bretar áðan sem mynduðu hana í bak og fyrir, hún stendur sig svona vel sem móttökudama“ segir Kristína hlæjandi. „Svona er þetta þegar maður fær ekki pössun, maður bjargar sér bara,“ bætir hún við og ítrekar að fólk hafi brugðist vel við stúlkunni, sem eins og sjá má er mikil prýði í húsakynnum Verksmiðjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.