Innlent

Vill lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir

MYND/Vísir

Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í umhverfisnefnd Alþingis, segist reiðubúinn að beita sér fyrir lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þetta kom fram í þættinum Fréttavaktin fyrir hádegi á NFS. Þá sagði Kristinn að honum litist ekki á að ráðast í gerð fjögurra stórra álvera á næstu sjö árum eins og rætt hefur verið um að gera, miðað við efnahagsástandið eins og það er nú og lítur út fyrir að verða á næstu árum. Það myndi einfaldlega þýða innbyrðis byggðabreytingu - að störf yrðu færð af einu landssvæði á annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×