Lífið

Sonur dregur föður að landi

Rithöfundurinn J.R.R. Tolkien Christoper Tolkien fullkláraði sögu föður síns sem kemur út á næsta ári.
Rithöfundurinn J.R.R. Tolkien Christoper Tolkien fullkláraði sögu föður síns sem kemur út á næsta ári.

Tilkynnt var um útgáfu á ófullgerðri sögu rithöfundarins J.R.R. Tolkien fyrr í vikunni. Sagan ber heitið The Children of Hurin og mun hún koma út hjá Houghton Mifflin útgáfunni í Bandaríkunum og HarperCollins í Bretlandi. Fréttavefur dagblaðsins The Guardian greinir frá því að yngsti sonur Tolkiens, Christopher Tolkien, sem hefur helgað sig verkum föður síns síðustu þrjátíu árin, hafi fullgert söguna og að hún muni koma út næsta vor.

Söguslóðirnar eru kunnuglegar þeim sem lesið hafa Hringadróttins­sögu, þekktasta verk Tolkiens sem hlaut endurnýjun lífdaga í kvikmyndaaðlöun leikstjórnas Peter Jackosons.

Sagan var æskuverk Tolkiens en hann vann að gerð hennar árið 1918. Hringadróttinssaga kom ekki út fyrr en rúmum þrjáíu árum síðar. Bókin ku greina frá elstu sögnum ævintýraheimsins sem Tolkien skapaði og kenndur er við Miðgarð.

Christopher Tolkien á útgáfurétt að bókum föður síns en hann hefur með ötulli vinnu leitast við að varpa ljósi á feril Tolkiens með útgáfu ýmiss konar rita. Hann er einnig þekktur fyrir teikningar sínar sem birtust í þríleiknum vinsæla sem selst hefur í rúmum fimmtíu milljónum eintaka um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.