Lífið

Nýtt gallerí í Hafnarfirði

Listakonur í galleríi Thors
Kærkomin viðbót í menningarflóru Hafnarfjarðar.
Listakonur í galleríi Thors Kærkomin viðbót í menningarflóru Hafnarfjarðar. MYND/Hrönn

Níu listakonur hafa tekið sig saman og opna í dag nýtt gallerí til húsa á Linnetstíg í Hafnarfirði. Galleríið heitir eftir Thorsplaninu sem það stendur við og ber þann virðingarverða titil Gallerí Thors.

Að sögn Ingibjargar Klemenzdóttur, einnar af aðstandendum gallerísins, verður fjölbreytt listalíf í húsinu. Fimm myndlistarkonur og gullsmiður standa að rekstrinum auk listakvenna sem fást við keramik, glerlist og textíl en auk listmuna þeirra verður aðstaða til sýningarhalds í galleríinu þar sem gestalistamenn geta fengið að kynna sínar vörur.

"Þetta er glænýtt húsnæði og sérstaklega innréttað fyrir gallerí," segir Ingibjörg og áréttar að vitanlega verði opnað þar með glæsibrag. "Við verðum líka með vísi að kaffihúsi, það verða nokkur borð inni þar sem fólk getur notið listarinnar og svo verður einnig hægt að sitja úti þegar vel viðrar."

Galleríið verður formlega opnað kl. 16 í dag en framvegis verður það opið 11-18 á virkum dögum og 10-14 um helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×