Máfurinn í Elliðaárdalnum 29. júlí 2006 13:00 Óforskömmuð uppfærsla á yndislegum stað Hádramatískt augnablik í Elliðaárdal. Blokkflautukvartett Bibba leikur undir. MYND/Hrönn Leikfélagið Sýnir lætur ekki bugast af íslenskum umhleypingum og óstöðugu veðurfari heldur tjaldar því sem til er uppi í Elliðaárdal og frumsýnir Máfinn eftir Anton Tsjekhov í dag. Leikstjórinn að þessu sinni er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem er í vissum skilningi kominn á heimavöll á ný en hann steig sín fyrstu leikhússkref með hópnum á sínum tíma. "Fyrir tveimur árum leikstýrði ég líka Stútungasögu sem sett var upp í Heiðmörk en það var fyrsta leikstjórnarverkefnið mitt eftir að ég kom heim úr námi," útskýrir Guðjón. Máfurinn er í miklu uppáhaldi hjá Guðjóni og hann kveðst lengi hafa rennt hýru auga til leikritsins. "Þetta verk er hálfgerð ráðgáta og þetta var gríðarleg leit að kjarnanum því leikritið talar aldrei til manns á bara á einu plani. Síðan eru allskyns klisjur sem hafa orðið til í kringum Tsjekhov," segir Guðjón og útskýrir að búið sé að skera burt samóvara og talsvert af tedrykkju. "Aðalpersónan Konstantín hefur oft verið látin spila á fiðlu en við viljum ekki sjá það. Hann spilar á lúður núna." Annars sér sérlegur blokkflautukvartett um tónlistina í sýningunni en honum stjórnar Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, en hann hefur meðal annars samið tónlist fyrir Hugleik, Leikfélag Kópavogs og Leikfélag Hafnarfjarðar við góðan orðstír. Um búninga sér Kristín Gísladóttir en æðri máttarvöld um aðra umgjörð og leikmynd. Uppfærslan er nokkuð óforskömmuð að sögn leikstjórans. "Við höfum verið að leita að kómíkinni í verkinu og styttum það töluvert og erum alveg óhrædd við að nota ódýrari leiðir til þess að kalla fram bros," segir leikstjórinn sposkur. "Tsjekhov hefur ábyggilega margsnúið sér í gröfunni á meðan á æfingaferlinu stóð. Við erum samt ekkert að freta á verkið og reynum að bera virðingu fyrir þessum sterku innri átökum sem verða milli persónanna." Guðjón útskýrir að í leikhópnum séu margir af reyndustu ófaglærðu leikurum landsins. "Það er yndislegt að vera upp í Elliðaárdal með þessum góða hópi en þetta er samt ekkert grín. Það eru mjög sterkir einstaklingar innan hópsins og maður verður að passa upp á að þau passi hvert upp á annað. Þetta eru allt saman stjörnur." Frumsýnt verður í dag kl. 15 í stóra rjóðrinu í hólmanum milli ánna en farinn er göngustígurinn frá Rafveituheimilinu, yfir bogabrúna og er þá komið að rjóðrinu. Áhorfendur eru hvattir til þess að taka með sér púða eða teppi og gott er að taka ferðastól með ef fólk getur ekki setið á jörðinni. Búið er að skipuleggja að minnsta kosti þrjár sýningar til viðbótar en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leiklist.is. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Leikfélagið Sýnir lætur ekki bugast af íslenskum umhleypingum og óstöðugu veðurfari heldur tjaldar því sem til er uppi í Elliðaárdal og frumsýnir Máfinn eftir Anton Tsjekhov í dag. Leikstjórinn að þessu sinni er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem er í vissum skilningi kominn á heimavöll á ný en hann steig sín fyrstu leikhússkref með hópnum á sínum tíma. "Fyrir tveimur árum leikstýrði ég líka Stútungasögu sem sett var upp í Heiðmörk en það var fyrsta leikstjórnarverkefnið mitt eftir að ég kom heim úr námi," útskýrir Guðjón. Máfurinn er í miklu uppáhaldi hjá Guðjóni og hann kveðst lengi hafa rennt hýru auga til leikritsins. "Þetta verk er hálfgerð ráðgáta og þetta var gríðarleg leit að kjarnanum því leikritið talar aldrei til manns á bara á einu plani. Síðan eru allskyns klisjur sem hafa orðið til í kringum Tsjekhov," segir Guðjón og útskýrir að búið sé að skera burt samóvara og talsvert af tedrykkju. "Aðalpersónan Konstantín hefur oft verið látin spila á fiðlu en við viljum ekki sjá það. Hann spilar á lúður núna." Annars sér sérlegur blokkflautukvartett um tónlistina í sýningunni en honum stjórnar Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, en hann hefur meðal annars samið tónlist fyrir Hugleik, Leikfélag Kópavogs og Leikfélag Hafnarfjarðar við góðan orðstír. Um búninga sér Kristín Gísladóttir en æðri máttarvöld um aðra umgjörð og leikmynd. Uppfærslan er nokkuð óforskömmuð að sögn leikstjórans. "Við höfum verið að leita að kómíkinni í verkinu og styttum það töluvert og erum alveg óhrædd við að nota ódýrari leiðir til þess að kalla fram bros," segir leikstjórinn sposkur. "Tsjekhov hefur ábyggilega margsnúið sér í gröfunni á meðan á æfingaferlinu stóð. Við erum samt ekkert að freta á verkið og reynum að bera virðingu fyrir þessum sterku innri átökum sem verða milli persónanna." Guðjón útskýrir að í leikhópnum séu margir af reyndustu ófaglærðu leikurum landsins. "Það er yndislegt að vera upp í Elliðaárdal með þessum góða hópi en þetta er samt ekkert grín. Það eru mjög sterkir einstaklingar innan hópsins og maður verður að passa upp á að þau passi hvert upp á annað. Þetta eru allt saman stjörnur." Frumsýnt verður í dag kl. 15 í stóra rjóðrinu í hólmanum milli ánna en farinn er göngustígurinn frá Rafveituheimilinu, yfir bogabrúna og er þá komið að rjóðrinu. Áhorfendur eru hvattir til þess að taka með sér púða eða teppi og gott er að taka ferðastól með ef fólk getur ekki setið á jörðinni. Búið er að skipuleggja að minnsta kosti þrjár sýningar til viðbótar en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leiklist.is.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira