Lífið

Framúrstefnulegt

Djúpur litur Fallegur fjólublár kjóll úr smiðju Roksöndu sem samlitum rósum á kraganum.
Djúpur litur Fallegur fjólublár kjóll úr smiðju Roksöndu sem samlitum rósum á kraganum. MYND/Hörður

Hin serbneska Roksanda Ilincic er búin að ná athygli í tískuheiminum fyrir framúrstefnulega hönnun og vægast sagt glæsilega kjóla. Hún byrjaði að læra arkitektúr í Belgrad en flutti svo til London og útskrifaðist úr hinum margrómaða Central Saint Martins listaháskóla árið 2000.

Tveimur árum seinna stofnaði hún sitt eigið merki og hefur dregið að sér fastakúnna á borð við Björk, Roisin Murphy og Jamelia. Roks­anda er þekkt fyrir framúrstefnulega og kvenlega hönnun. Er hún mikið fyrir að hanna flíkur í fallegum efnum og miklar drapperingar eru oftast í fötunum hennar.

Innblásturinn segir hún koma frá tískunni á þriðja áratug síðustu aldar.

Nú eru þessir fallegu kjólar fáanlegir á Íslandi í búðinni Kronkron á Laugavegi. Kjólarnir hanga uppi í loftinu í miðri búðinni og eru hálfgerðir safngripir, þeir eru svo fallegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×