Lífið

Allt er gull sem glóir

Niðurmjóar buxur Flottar buxur með háu mitti og gull tölum frá Kronkron.
Niðurmjóar buxur Flottar buxur með háu mitti og gull tölum frá Kronkron.

Gulllitaður klæðnaður byrjaði að ryðja sér til rúms innan tískunnar í kringum diskótímabilið. Þá var glamúr allsráðandi og allt sem glitraði var í tísku. Hipphopparar hafa síðan tekið yfir gullið og færðu það yfir á okkar tíma með risastórum gullhálsmenum sem þeir kalla svo skemmtilega "bling bling".

Nú er gull ákveðinn staðall fyrir kvenleika og glamúr. Það kom aftur upp á yfirborðið fyrir um það bil tveimur árum og hefur ekkert dottið niður síðan. Ef marka má tískupalla fyrir komandi vetur mun gulllitað vera mikið í bland við svart, ljósgrátt og silfurlitað. Það er nefnilega ákveðinn fílingur fyrir andstæðum þennan veturinn. Gull og silfur saman hefur verið óskrátt lögbrot í regluskrám tískuheimsins en nú er sú samsetning leyfileg.

Kosturinn við gulllitaðan er sá að hann passar við alla liti og setur glamúrsvip á hvaða flík sem er. Enda er hann litur toppsætisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×