Öll dýrin í skóginum 29. júlí 2006 09:00 Niðurstaða: Vönduð og vel gerð teiknimynd þar sem skemmtileg skógardýr halda fjörinu gangandi. Skemmtilegir leikarar hafa sitt að segja og eiga drjúgan þátt í að gera Over the Hedge að fyrirtaks fjölskylduskemmtun. RJ er tækifærissinnaður og eigingjarn þvottabjörn sem kemst í hann krappann eftir að hann klúðrar ráni á matarbirgðum geðstirðs bjarndýrs. Góssið skemmist þegar bangsi grípur meistaraþjófinn glóðvolgan og RJ er gefin vika til þess að hamstra saman nýjum lager eða gjalda annars með lífi sínu. RJ getur þetta ekki einn og vélar því hóp af nývöknuðum skógardýrum til þess að herja með sér á mannheima, handan við stóra limgerðið sem skilur nú að villta náttúruna og malbikaðan undraheim mannfólksins þar sem nægan mat er að finna. Dýrin ganga vasklega fram í söfnuninni og koma því illilega við kauninn á mannskepnunum sem bregða á það ráð að leysa þessa milliríkjadeilu með því að kalla til skæðan meindýraeyði til þess að útrýma innrásarliðinu. Allir þessir árekstrar; uppgjör bjarndýrs og þvottabjarnar, koma einfarans og ævintýradýrsins inn í einfalt og samheldið samfélag skógardýranna og svo auðvitað átök dýraríkis og mannheima bjóða upp á mikið fjör og spennu þannig að það er ekki dauður punktur í Over The Hedge. Þar fyrir utan er myndin listavel gerð og tölvutæknin gæðir skrautlegar persónurnar lífi sem sækja svo enn meiri kraft til fínna leikara sem margir hverjir fara á kostum. Bruce Willis fer létt með að túlka hinn upplitsdjarfa RJ og rám viskírödd veðruðu fyllibyttunnar Nick Nolte fer birninum grimma ákaflega vel. Over the Hedge sver sig í ætt við aðrar fyrsta flokks tölvuteiknimyndir. Hún er áferðarfögur, litrík og lifandi. Sagan er einföld og ristir ekki djúpt frekar en fyrri daginn enda kveða við sömu stef og venjulega í myndum af þessu tagi og gildi samvinnu og vináttu eru áréttuð með stöðluðum aðferðum. Fjörið og fíflagangurinn yfirgnæfir þetta svo allt saman en hasarinn og skemmtunin er vitaskuld það sem markhópurinn sækist eftir og þar skilar Over the Hedge sínu með sóma. Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
RJ er tækifærissinnaður og eigingjarn þvottabjörn sem kemst í hann krappann eftir að hann klúðrar ráni á matarbirgðum geðstirðs bjarndýrs. Góssið skemmist þegar bangsi grípur meistaraþjófinn glóðvolgan og RJ er gefin vika til þess að hamstra saman nýjum lager eða gjalda annars með lífi sínu. RJ getur þetta ekki einn og vélar því hóp af nývöknuðum skógardýrum til þess að herja með sér á mannheima, handan við stóra limgerðið sem skilur nú að villta náttúruna og malbikaðan undraheim mannfólksins þar sem nægan mat er að finna. Dýrin ganga vasklega fram í söfnuninni og koma því illilega við kauninn á mannskepnunum sem bregða á það ráð að leysa þessa milliríkjadeilu með því að kalla til skæðan meindýraeyði til þess að útrýma innrásarliðinu. Allir þessir árekstrar; uppgjör bjarndýrs og þvottabjarnar, koma einfarans og ævintýradýrsins inn í einfalt og samheldið samfélag skógardýranna og svo auðvitað átök dýraríkis og mannheima bjóða upp á mikið fjör og spennu þannig að það er ekki dauður punktur í Over The Hedge. Þar fyrir utan er myndin listavel gerð og tölvutæknin gæðir skrautlegar persónurnar lífi sem sækja svo enn meiri kraft til fínna leikara sem margir hverjir fara á kostum. Bruce Willis fer létt með að túlka hinn upplitsdjarfa RJ og rám viskírödd veðruðu fyllibyttunnar Nick Nolte fer birninum grimma ákaflega vel. Over the Hedge sver sig í ætt við aðrar fyrsta flokks tölvuteiknimyndir. Hún er áferðarfögur, litrík og lifandi. Sagan er einföld og ristir ekki djúpt frekar en fyrri daginn enda kveða við sömu stef og venjulega í myndum af þessu tagi og gildi samvinnu og vináttu eru áréttuð með stöðluðum aðferðum. Fjörið og fíflagangurinn yfirgnæfir þetta svo allt saman en hasarinn og skemmtunin er vitaskuld það sem markhópurinn sækist eftir og þar skilar Over the Hedge sínu með sóma.
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið