Lífið

Sveitt stemning á Nasa

Vel tekið Stuart Murdoch fór fyrir Belle & Sebastian á Nasa.
Vel tekið Stuart Murdoch fór fyrir Belle & Sebastian á Nasa. MYND/Anton Brink
Fullt var út úr dyrum á tónleikum skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudagskvöldið. Emilíana Torrini hitaði upp og var henni vel tekið af áhorfendum. Sérstaka athygli vöktu tvö ný lög söngkonunnar sem voru kraftmeiri en flest sem hún hefur áður gert. Belle & Sebastian steig svo á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Sveitin lék í tæpa tvo klukkutíma og tók mörg af sínum þekktustu lögum en lög af nýju plötunni, The Life Pursuit, voru áberandi. Tónleikarnir voru nokkuð vel heppnaðir í heildina og þeir sem eiga miða á tónleikana á Borgarfirði eystri í kvöld geta átt von á góðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×