Lífið

Ástarþríhyrningur Umu

Uma Thurman Orðuð við tvo karlmenn um þessar mundir.
Uma Thurman Orðuð við tvo karlmenn um þessar mundir.

Uma Thurman og hótelmógúllinn Andre Balazs hafa verið sundur og saman lengi en Uma sást á dögunum með leikstjóranum Quentin Tarantino. Orðrómur um ástarþríhyrning fékk byr undir báða bængi þegar Uma og Quentin eyddu góðum tíma saman í New York í eftirpartíi eftir nýjustu mynd Umu, My super ex-girlfriend. "Uma sat í fangi Quentin í dágóðan tíma," sagði heimildamaður OK!-tímaritsins. Þegar þrumuveður skall á þaki klúbbsins þar sem partíið var haldið hlupu allir í skjól og Quentin tók sig til og greip í Umu og hélt á henni inn.

"Það var mjög sætt," sagði heimildamaðurinn. Quentin hefur oft lýst því yfir að Uma sé skálda­gyðja hans, en hún lék sem kunnugt er í Pulp Fiction og Kill Bill-myndum leikstjórans fræga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×