Lífið

Hittu Hebba á Klaustri

Með Goðinu  Gísli og félagar hittu sjálfan Herbert Guðmundsson á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.
Með Goðinu Gísli og félagar hittu sjálfan Herbert Guðmundsson á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.

Ferðalag hjólagarpanna þriggja, þeirra Gísla Hvanndals Ólafssonar, Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og Dagbjarts Ingvarssonar, sem hjóla nú hringinn í kringum landið til að kynna starfsemi Spes samtakanna, gengur vel. Strákarnir eru nú staddir á Austurlandi en eru á norðurleið. Gísli hefur átt í vandræðum með hjólið sitt, margoft hefur sprungið á því og hefur hann þurft að bíða eftir varahlutum.

Markmið ferðarinnar er eins og áður segir að kynna starfsemi Spes-samtakanna sem byggja og reka þorp fyrir munaðarlaus börn í Afríku. Strákarnir hafa vakið athygli á samtökunum með því að halda tónleika á þeim stöðum sem þeir hafa komið við á og spiluðu þeir á Kárahnjúkum í gær. Með í för er söfnunarbaukur og er fólk hvatt til þess að gefa fé í baukinn í stað þess að greiða þeim fyrir spilamennskuna.

„Við höfum aðallega verið að spila fyrir útlendinga því við höfum mikið verið að spila á hótelunum,“ segir Gísli Hvanndal. Óvæntur glaðningur var svo þegar félagarnir hittu söngvarann Herbert Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri. Vel fór á með þeim þó Herbert hafi ekki fengist til að taka lagið með drengjunum.

Ferðalagið hefur annars gengið ágætlega en félagarnir áætla að enda ferðina í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einhver pirringur hefur þó gert vart við sig og játar Gísli að andlega hliðin sé stundum erfið. „Ég er friðarstillir­inn í hópnum. Þetta eru ekki auðveldustu mennirnir að eiga við, sérstaklega ekki á morgnana þegar þarf að koma þeim á lappir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×