Lífið

Gular og glaðar í heimsendingum

Gular og glaðar Stelpurnar á Foodtaxi hafa vakið mikla athygli.
Gular og glaðar Stelpurnar á Foodtaxi hafa vakið mikla athygli. MYND/Hrönn

Undanfarnar vikur hafa gulir bílar vakið talsverða athygli á götum Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða bíla frá Foodtaxi.is sem sendast með mat til fólks eftir pöntunum. Sendlar fyrirtækisins hafa ekki síður vakið athygli fyrir gula búningana og glaðlegt viðmót.

Samkvæmt Helga Gunnarssyni, öðrum eiganda fyrirtækisins, gengur þjónustan út á að senda mat heim til fólks sem það pantar á netinu eða í gegnum síma. „FoodTaxi.is er með mjög breiðan og vandaðan matseðil, allt frá ferskum salötum yfir í dýrindis steikur. Heimsendingarþjónustan er frí og við leggjum áherslu á að vera með 100% hráefni, frábæran mat, hreint og fágað útlit og góða þjónustu en fljótlega verður hægt að panta mat beint á netinu.“ Sérstakt tölvuforrit var hannað fyrir fyrirtækið til að flýta fyrir og auðvelda pöntunarferlið. „Þegar pantað verður af netinu birtast pantanirnar á risaskjám í eldhúsi veitingastaðarins og fólk fær matinn í hús aldrei síðar en 45 mínútum eftir pöntun.“

Hyggst fyrirtækið opna fleiri útibú í Reykjavík og Hafnarfirði til að þjóna viðskiptavinum sínum betur, segir Helgi. Ennfremur er verið að skoða samstarf við aðila í Evrópu með opnun á Foodtaxi.is.

„Hugmyndin að baki Foodtaxi.is er alíslensk en bílarnir og búningarnir hafa vakið mikla eftirtekt hérlendis.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×