Lífið

Nýtt íslenskt leikrit

Nýtt verk eftir Agnar Jón Egilsson ,  Afgangar verður forsýnt á menningarnótt.
Nýtt verk eftir Agnar Jón Egilsson , Afgangar verður forsýnt á menningarnótt.

Afgangar er nýtt leikrit um ást og tælingu eftir leikskáldið og leikstjórann Agnar Jón Egilsson. Persónur verksins eru par um þrítugt sem hittist á hótelherbergi en það á sér leyndarmál sem brátt koma upp á yfirborðið. Í verkinu er tekist á um ástina og birtingarmyndir hennar og hugmyndum velt upp um hugrekkið sem þarft til þess að þora að gangast við ástinni.

Leikendur er Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson, leikmynd og búninga hanna Arnheiður Vala Magnúsdóttir og Ólafur Stefánsson, um lýsingu sér Halldór Örn Óskarsson, tónlist er í umsjá Halls Ingólfssonar og leikstjóri er höfundurinn Agnar Jón Egilsson.

Verkið verður frumsýnt á nýju sviði í Austurbæ í byrjun september en sérstök hátíðarsýning verður á verkinu á Menningarnótt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×