Lífið

Verulegt fjör án vímuefna

Útihátíð SÁÁ verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði. Bubbi Morthens lætur sig ekki vanta
Útihátíð SÁÁ verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði. Bubbi Morthens lætur sig ekki vanta MYND/GVA
Útihátíð SÁÁ verður haldin með pompi og prakt í Hvalfirðinum um helgina. Hátíðin er skipulögð fyrir félagsmenn í SÁÁ og þá sem lokið hafa meðferð, auk aðstandenda þeirra, en allir sem vilja skemmta sér án áfengis og vímuefna eru velkomnir. Aðstandendur hátíðarinnar telja mikilvægt að bjóða upp á áfengis- og vímuefnalausa viðburði fyrir félagsmenn sína sem ef til vill finna sig ekki í því skemmtanalífi þar sem áfengi er haft um hönd.

Að þessu sinni eru gestir boðnir velkomnir að Hlöðum þar sem allir aldurshópar geta skemmt sér saman án nokkurra aukaefna. Dagskráin er miðuð við að allir aldurshópar fái eitthvað við sitt hæfi og gera aðstandendur ráð fyrir að minnsta kosti 2.000 gestum.

Landsþekktir skemmtikraftar munu troða upp, þar á meðal Bubbi Morthens og KK, félagarnir Gunni og Felix og hljómsveitin sprellfjöruga Paparnir. Börnin geta skríkt yfir atriðum úr Ávaxtakörfunni og horft á brúðuleikhús eða tekið þátt í listasmiðju málarans Tolla.

Spáð er bongóblíðu um helgina og að sögn aðstandenda hátíðarinnar verður allt til alls í Hvalfirði. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni http://www.saa.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×