Lífið

Sópranrödd og orgel

Margret Ponzi og Marco Belluzzi Á söngferðalagi sem hefst í Fríkirkjunni í kvöld.
Margret Ponzi og Marco Belluzzi Á söngferðalagi sem hefst í Fríkirkjunni í kvöld. MYND/GVA

Sópransöngkonan Margret H. Ponzi heldur þrenna tónleika ásamt orgel- og píanóleikaranum Marco Belluzzi á næstunni. Þeir fyrstu fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög og Maríukvæði, meðal annars eftir Schubert, Verdi, Bizet og Liszt auk laga eftir Sigvalda Kaldalóns og Eyþór Stefánsson.

Margret Ponzi hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Ítalíu þar sem hún hefur verið búsett undanfarin tíu ár. Þar starfar hún sem einsöngvari, kórstjóri og organisti en hún er einnig eini Suzuki-söngkennarinn þar í landi. Marco Belluzzi hefur unnið með fjöldamörgum hljómsveitum, kórum og einsöngvurum. Hann hefur einnig getið sér gott orð sem tónskáld.

Ponzi og Belluzzi halda síðan tónleika í Akraneskirkju á sunnudaginn kl. 20.30 og á sama tíma í Keflavíkurkirkju næstkomandi þriðjudag.- khh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×