Tónlistarsumarið mikla 28. júlí 2006 12:00 Flugbrautir eru af einhverjum ástæðum vinsælar til að halda tónlistarhátíðir á. Sumarið er tími tónlistarhátíða í Evrópu eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur komist að síðasta einn og hálfan mánuð. Hann hefur heimsótt sex hátíðir og sagt frá upplifun sinni hér í Fréttablaðinu. Nú er komið að ferðalokum og Steinþór gerir upp sumarið. Síðasta hátíðin að baki, Benicassim á Spáni. Hún var án efa ein sú skemmtilegasta. Reyndar fullmikið af Bretum á svæðinu fyrir minn smekk. Pirrandi gaurar í þröngum gallabuxum, með sígarettu, berir að ofan og með stráhatt að reyna að líta út eins og Pete Doherty, sem er án efa mesti ræfill rokksögunnar. Ekki misskilja mig samt, ég er ekki að dæma heila þjóð út frá nokkrum lúðum. Kynntist meira að segja fullt af Bretum sem voru hressir, sætir og góðir. Benicassim setti því flottan punkt yfir i-ið á þessari tónleikahátíðayfirreið minni um Evrópu, sem nú er loksins, loksins á enda. Einn og hálfur mánuður, dvöl í níu löndum, vel yfir 100 klukkustundir í lestum og sex tónleikahátíðir sem voru samtals um 20 dagar er eitthvað sem maður leggur ekki á hvern sem er. Sigur Rós og Hot Chip í verðlaunasætumMaturinn Soðið kjöt og upprúllaðar pylsur verða seint talinn girnilegur matur á tónlistarhátíð.En hvað var skemmtilegt, brotlentu einhverjir og hverjir komu á óvart? Ég þori alveg að leyfa mér að segja að Bob Dylan, Guns N' Roses og Ms. John Soda á Hróarskeldu, Placebo og Babyshambles á Benicassim, flest allar austur-evrópsku sveitirnar á Pohoda, Digable Planets á Sonar, We are Scientist á Quart og The Hives á Southside hafi verið jafn óspennandi og leiðinlegt og Spaugstofan í endursýningu á þriðjudagskvöldi. Aftur á móti voru Pretty Girls Make Graves og The Strokes á Southside, Spank Rock og Animal Collective á Hróarskeldu, Dizzee Rascal á Pohoda, The Knife og Dj Krush á Sonar, Depeche Mode og Vashti Bunyan á Quart og Coldcut, Morrisey og Art Brut á Benicassim jafn skemmtilegt og upplífgandi og Fóstbræður og/eða The Office í sunnudagsþynnku. Verðlaunasætin skipa þó Sigur Rós, Serena Maneesh og Hot Chip, frábærar tónleikasveitir þar á ferð. Hátíðarnar sjálfar voru líka eins mismunandi og þær voru margar, sem er gott en gerir það hins vegar að verkum að nær ógjörningur er að bera þær allar saman, svo vel fari. Nokkur góð ráð til skipuleggjendaVashti Bunyan Einn þeirra listamanna sem standa upp úr eftir sumarið.Hér eru reyndar nokkur atriði sem skipuleggjendur tónleikahátíða ættu að hafa sér til hliðsjónar: Ekki hafa aðalpartítónleikatjaldið/sviðið (þar sem stundum er dagskrá til 8 á morgnana) alveg upp við tjaldsvæðið, banna öllum bandarískum bjórframleiðendum að vera aðalstyrktaraðilinn, hafa veðrið skýjað og milt í allavega um tvo tíma síðdegis, bjóða upp á fjölbreyttan skyndibita, tæma kamrana nógu oft þannig að það sé allavega hægt að pissa þar, ekki fá hljómsveitina hans Petes Doherty til þess að spila og svona mætti lengi telja. En hvað stóð þá upp úr? Einveran, skemmtilegt fólk, hlandfýla, óstjórnlegur hiti í tjaldinu, ónýtu skórnir en umfram allt, tónlist, stuð og gaman. Jafnframt komst ég að því að tónleikar snúast ekki bara um sjálfa listamennina sem þar spila, þvert á móti. Hvernig maður sjálfur er stemmdur, með hverjum maður er og fullt af öðrum smáatriðum skipta eiginlega mestu máli. Komst líka að því að þó að maður missi af einum og einum tónleikum þá þýðir það ekki endalok heimsins. Engin tónlistarhátíð er ómissandi. Feginn að komast í rúmið afturAnimal Collective Frábær hljómsveit á sviði. Áhorfendur á Hróarskeldu klöppuðu í tíu mínútur eftir að sveitin fór af sviðinu.Eftir svona langt og mikið ferðalag, þar sem maður kynnist sjálfum sér betur en maður hefur nokkru sinni fengið tækifæri til, er líka varla hægt annað en að þroskast, þó að það sé ekki nema bara til að hafa uppgötvað aukinn hárvöxt á bringunni. Nýr og breyttur ég, ásamt öllum sautján bringuhárunum mínum, verð því ferskur þegar ég held austur á land þar sem Belle & Sebastian ætla að leika og spila á morgun. Get ekki sagt annað en að ferðalagið hafi verið meira en lítið skemmtilegt en ég er feginn að vera kominn aftur í rúmið mitt og 15 stiga hitann. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sumarið er tími tónlistarhátíða í Evrópu eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur komist að síðasta einn og hálfan mánuð. Hann hefur heimsótt sex hátíðir og sagt frá upplifun sinni hér í Fréttablaðinu. Nú er komið að ferðalokum og Steinþór gerir upp sumarið. Síðasta hátíðin að baki, Benicassim á Spáni. Hún var án efa ein sú skemmtilegasta. Reyndar fullmikið af Bretum á svæðinu fyrir minn smekk. Pirrandi gaurar í þröngum gallabuxum, með sígarettu, berir að ofan og með stráhatt að reyna að líta út eins og Pete Doherty, sem er án efa mesti ræfill rokksögunnar. Ekki misskilja mig samt, ég er ekki að dæma heila þjóð út frá nokkrum lúðum. Kynntist meira að segja fullt af Bretum sem voru hressir, sætir og góðir. Benicassim setti því flottan punkt yfir i-ið á þessari tónleikahátíðayfirreið minni um Evrópu, sem nú er loksins, loksins á enda. Einn og hálfur mánuður, dvöl í níu löndum, vel yfir 100 klukkustundir í lestum og sex tónleikahátíðir sem voru samtals um 20 dagar er eitthvað sem maður leggur ekki á hvern sem er. Sigur Rós og Hot Chip í verðlaunasætumMaturinn Soðið kjöt og upprúllaðar pylsur verða seint talinn girnilegur matur á tónlistarhátíð.En hvað var skemmtilegt, brotlentu einhverjir og hverjir komu á óvart? Ég þori alveg að leyfa mér að segja að Bob Dylan, Guns N' Roses og Ms. John Soda á Hróarskeldu, Placebo og Babyshambles á Benicassim, flest allar austur-evrópsku sveitirnar á Pohoda, Digable Planets á Sonar, We are Scientist á Quart og The Hives á Southside hafi verið jafn óspennandi og leiðinlegt og Spaugstofan í endursýningu á þriðjudagskvöldi. Aftur á móti voru Pretty Girls Make Graves og The Strokes á Southside, Spank Rock og Animal Collective á Hróarskeldu, Dizzee Rascal á Pohoda, The Knife og Dj Krush á Sonar, Depeche Mode og Vashti Bunyan á Quart og Coldcut, Morrisey og Art Brut á Benicassim jafn skemmtilegt og upplífgandi og Fóstbræður og/eða The Office í sunnudagsþynnku. Verðlaunasætin skipa þó Sigur Rós, Serena Maneesh og Hot Chip, frábærar tónleikasveitir þar á ferð. Hátíðarnar sjálfar voru líka eins mismunandi og þær voru margar, sem er gott en gerir það hins vegar að verkum að nær ógjörningur er að bera þær allar saman, svo vel fari. Nokkur góð ráð til skipuleggjendaVashti Bunyan Einn þeirra listamanna sem standa upp úr eftir sumarið.Hér eru reyndar nokkur atriði sem skipuleggjendur tónleikahátíða ættu að hafa sér til hliðsjónar: Ekki hafa aðalpartítónleikatjaldið/sviðið (þar sem stundum er dagskrá til 8 á morgnana) alveg upp við tjaldsvæðið, banna öllum bandarískum bjórframleiðendum að vera aðalstyrktaraðilinn, hafa veðrið skýjað og milt í allavega um tvo tíma síðdegis, bjóða upp á fjölbreyttan skyndibita, tæma kamrana nógu oft þannig að það sé allavega hægt að pissa þar, ekki fá hljómsveitina hans Petes Doherty til þess að spila og svona mætti lengi telja. En hvað stóð þá upp úr? Einveran, skemmtilegt fólk, hlandfýla, óstjórnlegur hiti í tjaldinu, ónýtu skórnir en umfram allt, tónlist, stuð og gaman. Jafnframt komst ég að því að tónleikar snúast ekki bara um sjálfa listamennina sem þar spila, þvert á móti. Hvernig maður sjálfur er stemmdur, með hverjum maður er og fullt af öðrum smáatriðum skipta eiginlega mestu máli. Komst líka að því að þó að maður missi af einum og einum tónleikum þá þýðir það ekki endalok heimsins. Engin tónlistarhátíð er ómissandi. Feginn að komast í rúmið afturAnimal Collective Frábær hljómsveit á sviði. Áhorfendur á Hróarskeldu klöppuðu í tíu mínútur eftir að sveitin fór af sviðinu.Eftir svona langt og mikið ferðalag, þar sem maður kynnist sjálfum sér betur en maður hefur nokkru sinni fengið tækifæri til, er líka varla hægt annað en að þroskast, þó að það sé ekki nema bara til að hafa uppgötvað aukinn hárvöxt á bringunni. Nýr og breyttur ég, ásamt öllum sautján bringuhárunum mínum, verð því ferskur þegar ég held austur á land þar sem Belle & Sebastian ætla að leika og spila á morgun. Get ekki sagt annað en að ferðalagið hafi verið meira en lítið skemmtilegt en ég er feginn að vera kominn aftur í rúmið mitt og 15 stiga hitann.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira