Lífið

Nylon sigurvegari hjá The Sun

Nylon sigruðu í vefkönnun á vegum götublaðsins The Sun en þær þykja líklegastar til að verða næsta vinsælasta stúlknasveitin í Bretlandi.
Nylon sigruðu í vefkönnun á vegum götublaðsins The Sun en þær þykja líklegastar til að verða næsta vinsælasta stúlknasveitin í Bretlandi.

Nylon-stelpurnar þykja líklegastar til að verða "heitasta" stúlknasveitin í Bretlandi ef marka má niðurstöðuna úr vefkönnun götublaðsins The Sun. Keppnin stóð á milli þeirra og hljómsveitarinnar Stonefoxx en íslensku stelpurnar sigruðu með rússneskri kosningu, rúmlega 91 prósent atkvæða féll þeim í skaut.

Nylon gaf fyrir nokkru út smáskífuna Loosing a Friend í Bretlandi og fór hún hæst í 29. sæti en féll niður í 52. sætið eftir eina viku.

Eins og Fréttablaðið greindi frá var þetta árangur sem búist hafði verið við og ætla aðstandendur flokksins að leggja enn meira á sig fyrir næsta lag sem nú er verið að taka upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×