Russell í Tarantino-mynd 27. júlí 2006 11:00 Kurt Russell hefur ekki leikið í almennilegri mynd lengi en væntanlega mun samstarf hans við Tarantino blása nýju lífi í þessa gömlu hetju. Margir hrollvekjuaðdáendur bíða eflaust spenntir eftir kvikmyndatvíeykinu Grind House sem er skrifað og leikstýrt af félögunum Robert Rodriguez og Quentin Tarantino en þetta eru tvær 75 mínútna hryllingsmyndir sem settar eru saman í eitt. Kvikmyndahluti Rodriguez, Planet Death, var tilkynntur á Comic Con-hátíðinni sem nú stendur yfir í San Diego og voru blaðamenn yfir sig hrifnir af því sem þeir sáu. Tarantino er reyndar ekki byrjaður að taka upp sinn hluta, sem gengur undir nafninu Death Proof, en upplýsti hvaða konur yrðu í mikilli hættu, þeirra á meðal er Rosario Dawson sem lék einmitt í Sin City. Flestir þeirra sem mættu á fund Rodriguez og Tarantino bjuggust því við að leikstjórinn óðamála myndi halda sig til hlés en eins og Íslendingar vita hentar það ekki honum. Leikstjórinn tók sér góðan tíma í að undirbúa viðstadda þegar hann tilkynnti hver myndi leika óþokkann í Death Proof. Tarantino hefur löngum haft nef fyrir skemmtilegu vali á karlleikurum og muna flestir eftir því hvernig hann reisti John Travolta upp úr öskustónni í kvikmyndinni Pulp Fiction. "Sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni lék Snake Plissken," sagði Tarantino og setti hljóðan. Þetta er auðvitað Kurt Russell sem margir telja að þurfi virkilega á einhverjum smelli að halda til að bjarga arfleifð sinni en öllu má vera ljóst að samstarf þessara tveggja á eftir að verða um margt forvitnilegt. Til gamans má geta að Tarantino lauk við handritið hér á landi og segja kunnugir að það hafi verið í Bláa lóninu. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Margir hrollvekjuaðdáendur bíða eflaust spenntir eftir kvikmyndatvíeykinu Grind House sem er skrifað og leikstýrt af félögunum Robert Rodriguez og Quentin Tarantino en þetta eru tvær 75 mínútna hryllingsmyndir sem settar eru saman í eitt. Kvikmyndahluti Rodriguez, Planet Death, var tilkynntur á Comic Con-hátíðinni sem nú stendur yfir í San Diego og voru blaðamenn yfir sig hrifnir af því sem þeir sáu. Tarantino er reyndar ekki byrjaður að taka upp sinn hluta, sem gengur undir nafninu Death Proof, en upplýsti hvaða konur yrðu í mikilli hættu, þeirra á meðal er Rosario Dawson sem lék einmitt í Sin City. Flestir þeirra sem mættu á fund Rodriguez og Tarantino bjuggust því við að leikstjórinn óðamála myndi halda sig til hlés en eins og Íslendingar vita hentar það ekki honum. Leikstjórinn tók sér góðan tíma í að undirbúa viðstadda þegar hann tilkynnti hver myndi leika óþokkann í Death Proof. Tarantino hefur löngum haft nef fyrir skemmtilegu vali á karlleikurum og muna flestir eftir því hvernig hann reisti John Travolta upp úr öskustónni í kvikmyndinni Pulp Fiction. "Sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni lék Snake Plissken," sagði Tarantino og setti hljóðan. Þetta er auðvitað Kurt Russell sem margir telja að þurfi virkilega á einhverjum smelli að halda til að bjarga arfleifð sinni en öllu má vera ljóst að samstarf þessara tveggja á eftir að verða um margt forvitnilegt. Til gamans má geta að Tarantino lauk við handritið hér á landi og segja kunnugir að það hafi verið í Bláa lóninu.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira