Andlitin í fjöllunum 26. júlí 2006 14:45 Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona Skoðar þjóðsögur og fjöllin fimbulhá á Borgarfirði eystri. MYND/Heiða Með dyggri aðstoð og innblæstri af óvenjulegum tilverustigum aftan úr grárri forneskju hefur Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona samið verk um vætti og álfa sem hún frumsýnir í kvöld. Leikhúsið er gamalt pósthús í númeri 720. Halldóra Malín hefur dvalið á Borgarfirði eystri í sumar og sökkt sér ofan í þjóðsögurnar en þar er víst af nógu að taka. Ég er búin að vera lesa og skoða álfa- og vættasögur sem tengjast svæðinu hér í kring. Ég tek sex sögur og færi þær í leikrænan búning, sumar sögurnar flyt ég eins og munnmælasögur en stundum tek ég einhverjar persónur sem mér finnst spennandi og vinn með þær áfram, útskýrir Halldóra Malín en heimildir sínar sækir hún meðal annars til Sigfúsar Sigfússonar og þjóðsagna Jóns Árnasonar. Það er af nógu að taka, ætli ég hafi ekki lesið svona sirka þrjú hunduruð sögur, segir hún hlæjandi, ég var alveg orðin gegnsýrð. Afraksturinn er síðan í formi handrits og sýningar sem höfundurinn kallar Úti bíður andlit á glugga. Leikkonan segir að það sé ekki annað hægt en að heillast og trúa á handanheimin þegar maður er staddur á stað eins og Borgarfirði eystri. Þetta er svo magnað landslag hérna og mörg andlit í fjöllunum. Það er ekkert skrýtið að þessar sögur hafi lifað með fólkinu öll þessi ár og það er svo fallegt við menninguna hér að allir þekkja þessar sögur - fólk þekkir arfinn sinn. Verkefnið er unnið í tengslum við Kjarvalsstofu sem starfrækt er á Borgarfirði eystra og Halldóra Malín útskýrir að upphaflega hafi Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn af stjórnendum stofunnar leitað til sín og beðið hana að leika álfkonu. Hann sagðist vera með draumaverkefni í maganum og spurði hvort ég vildi ekki leika álfkonuna Borghildi sem er álfadrottningin á þessu svæði. Ég fékk alveg í magann og spurði til baka hvort hann héldi ekki að hún yrði móðguð, segir leikkonan og kímir. Ég leik enga álfa í sýningunni en þeir fá sannarlega að leika með mér. Búið er að umturna gamla pósthúsinu sem staðið hefur autt í rúmt ár. Með mér í fylgd er Unnur Sveindóttir myndlistarmaður sem hjálpar með leikmyndina og lýsinguna. Það er hægt að halda leiksýningar hvar sem er - þessi staður er alveg jafngóður og hver annar. Þetta er fyrsta stóra verkefni Halldóru sem útskrifaðist fyrr í vor en hún segir að þetta leikkhúsform sé henni nokkuð hugstætt. Þetta tengist dálítið einstaklingsverkefni sem við unnum í skólanum þar sem við gerðum verk upp á eigin spýtur og höfðum ekki mikið milli handanna. Hún segist hafa tekið þá aðferð upp aftur og útskýrir að sköpunarferlið sjálft sé mjög lærdómsríkt fyrir sig. Maður hleypur til dæmis ekkert út í búð þegar það vantar eitthvað hérna. Þó það sé margt til í Kaupfélaginu þá eru ekki til drapperingar þar. Aðeins 25 gestir komast fyrir í póstleikhúsinu hverju sinni og því verður Halldór að sýna ört í sumar, en fyrsta sýning er í kvöld kl. 21. Nánari upplýsingar um sýningartímana má finna á www.borgarfjordureystri.is/ Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Með dyggri aðstoð og innblæstri af óvenjulegum tilverustigum aftan úr grárri forneskju hefur Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona samið verk um vætti og álfa sem hún frumsýnir í kvöld. Leikhúsið er gamalt pósthús í númeri 720. Halldóra Malín hefur dvalið á Borgarfirði eystri í sumar og sökkt sér ofan í þjóðsögurnar en þar er víst af nógu að taka. Ég er búin að vera lesa og skoða álfa- og vættasögur sem tengjast svæðinu hér í kring. Ég tek sex sögur og færi þær í leikrænan búning, sumar sögurnar flyt ég eins og munnmælasögur en stundum tek ég einhverjar persónur sem mér finnst spennandi og vinn með þær áfram, útskýrir Halldóra Malín en heimildir sínar sækir hún meðal annars til Sigfúsar Sigfússonar og þjóðsagna Jóns Árnasonar. Það er af nógu að taka, ætli ég hafi ekki lesið svona sirka þrjú hunduruð sögur, segir hún hlæjandi, ég var alveg orðin gegnsýrð. Afraksturinn er síðan í formi handrits og sýningar sem höfundurinn kallar Úti bíður andlit á glugga. Leikkonan segir að það sé ekki annað hægt en að heillast og trúa á handanheimin þegar maður er staddur á stað eins og Borgarfirði eystri. Þetta er svo magnað landslag hérna og mörg andlit í fjöllunum. Það er ekkert skrýtið að þessar sögur hafi lifað með fólkinu öll þessi ár og það er svo fallegt við menninguna hér að allir þekkja þessar sögur - fólk þekkir arfinn sinn. Verkefnið er unnið í tengslum við Kjarvalsstofu sem starfrækt er á Borgarfirði eystra og Halldóra Malín útskýrir að upphaflega hafi Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn af stjórnendum stofunnar leitað til sín og beðið hana að leika álfkonu. Hann sagðist vera með draumaverkefni í maganum og spurði hvort ég vildi ekki leika álfkonuna Borghildi sem er álfadrottningin á þessu svæði. Ég fékk alveg í magann og spurði til baka hvort hann héldi ekki að hún yrði móðguð, segir leikkonan og kímir. Ég leik enga álfa í sýningunni en þeir fá sannarlega að leika með mér. Búið er að umturna gamla pósthúsinu sem staðið hefur autt í rúmt ár. Með mér í fylgd er Unnur Sveindóttir myndlistarmaður sem hjálpar með leikmyndina og lýsinguna. Það er hægt að halda leiksýningar hvar sem er - þessi staður er alveg jafngóður og hver annar. Þetta er fyrsta stóra verkefni Halldóru sem útskrifaðist fyrr í vor en hún segir að þetta leikkhúsform sé henni nokkuð hugstætt. Þetta tengist dálítið einstaklingsverkefni sem við unnum í skólanum þar sem við gerðum verk upp á eigin spýtur og höfðum ekki mikið milli handanna. Hún segist hafa tekið þá aðferð upp aftur og útskýrir að sköpunarferlið sjálft sé mjög lærdómsríkt fyrir sig. Maður hleypur til dæmis ekkert út í búð þegar það vantar eitthvað hérna. Þó það sé margt til í Kaupfélaginu þá eru ekki til drapperingar þar. Aðeins 25 gestir komast fyrir í póstleikhúsinu hverju sinni og því verður Halldór að sýna ört í sumar, en fyrsta sýning er í kvöld kl. 21. Nánari upplýsingar um sýningartímana má finna á www.borgarfjordureystri.is/
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið