Reynir skrifar bók um Rögnu 25. júlí 2006 11:00 Maðurinn með hattinn Reynir Traustason er hættur sem ritstjóri Mannlífs en ritar nú af kappi bók um Rögnu Aðalsteinsdóttur. Reynir Traustason hætti sem ritstjóri Mannlífs vegna ágreinings við yfirstjórn Tímaritaútgáfunnar Fróða um stefnu blaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sagði Reynir upp starfi sínu sem ritstjóri Mannlífs en hann hefur stýrt blaðinu í hálft annað ár. Ég var ráðinn á Mannlíf til að stýra blaðinu og fór með það vald sem fylgir því að vera ritstjóri, segir Reynir. Stjórn Fróða vill hins vegar nýjar áherslur sem ég er ekki sammála. Það hjálpar mér því að taka ákvörðun um að fara að gera eitthvað annað. Þetta er ákvörðun sem ég tek af fúsum og frjálsum vilja en með ákveðnum trega þar sem mér líkar vel við fyrirtækið og þá sérstaklega Elínu Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra. Reynir er sem stendur staddur í sumarhúsi fjölskyldunnar á Flateyri og hefur nóg fyrir stafni þótt hann sé hættur sem ritstjóri. Ég er að skrifa bók um merka konu sem heitir Ragna Aðalsteinsdóttir og býr á Laugabóli við Djúp. Ragna missti dóttur sína og dótturdóttur í snjóflóðinu í Súðavík og sonur hennar fórst í snjóflóði við Óshlíð. Ragna hefur verið bóndi í fimmtíu ár og hefur verið ein með búið þar. Hún er mikil hetja og nú fæ ég tíma til að klára bókina. Reynir segist ekki hafa sungið sitt síðasta í fjölmiðlum þótt hann hafi sagt upp starfi sínu hjá Tímaritaútgáfunni Fróða. Ég á eftir að rísa upp eins og fuglinn Fönix, segir hann hlæjandi. Að sögn Elínar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Fróða, er óráðið hver tekur við Mannlífi en blaðið heldur áfram að koma út. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Sjá meira
Reynir Traustason hætti sem ritstjóri Mannlífs vegna ágreinings við yfirstjórn Tímaritaútgáfunnar Fróða um stefnu blaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sagði Reynir upp starfi sínu sem ritstjóri Mannlífs en hann hefur stýrt blaðinu í hálft annað ár. Ég var ráðinn á Mannlíf til að stýra blaðinu og fór með það vald sem fylgir því að vera ritstjóri, segir Reynir. Stjórn Fróða vill hins vegar nýjar áherslur sem ég er ekki sammála. Það hjálpar mér því að taka ákvörðun um að fara að gera eitthvað annað. Þetta er ákvörðun sem ég tek af fúsum og frjálsum vilja en með ákveðnum trega þar sem mér líkar vel við fyrirtækið og þá sérstaklega Elínu Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra. Reynir er sem stendur staddur í sumarhúsi fjölskyldunnar á Flateyri og hefur nóg fyrir stafni þótt hann sé hættur sem ritstjóri. Ég er að skrifa bók um merka konu sem heitir Ragna Aðalsteinsdóttir og býr á Laugabóli við Djúp. Ragna missti dóttur sína og dótturdóttur í snjóflóðinu í Súðavík og sonur hennar fórst í snjóflóði við Óshlíð. Ragna hefur verið bóndi í fimmtíu ár og hefur verið ein með búið þar. Hún er mikil hetja og nú fæ ég tíma til að klára bókina. Reynir segist ekki hafa sungið sitt síðasta í fjölmiðlum þótt hann hafi sagt upp starfi sínu hjá Tímaritaútgáfunni Fróða. Ég á eftir að rísa upp eins og fuglinn Fönix, segir hann hlæjandi. Að sögn Elínar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Fróða, er óráðið hver tekur við Mannlífi en blaðið heldur áfram að koma út.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Sjá meira