Lífið

Prýðisskart

Hálsskraut eftir Ingrid Larssen.
Listakonan vinnur í silki en notar einnig perlur, ull og fiskroð.
Hálsskraut eftir Ingrid Larssen. Listakonan vinnur í silki en notar einnig perlur, ull og fiskroð. mynd/Trym Ivar Bergsmo

Norska listakonan Ingrid Larssen heldur sýninginu á hönnun sinni á Skriðklaustri um þessar mundir.

Ingrid býr og starfar í Vesterålen í Norður-Noregi en hefur sýnt í listgalleríum víða um heim en hún sérhæfir sig í hönnun á hálsskarti og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Hálsskartið vinnur hún úr silki en notar jafnframt perlur, ull og fiskroð við iðju sína. Hún sækir hugmyndir að verkunum í náttúruna bæði hvað varðar liti og form svo úr verða einstakir gripir sem vefjast um háls þeirra er þá bera.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ingrid sýnir hérlendis og stendur sýningin til 6. ágúst en í framhaldinu verður hún flutt í sal Handverks og hönnunar í Reykjavík.

Gunnarsstofnun og Menningarráð Austurlands standa að sýningunni á Skriðuklaustri og er hún liður í menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×