Lífið

Upplifir gamlan draum

Ætla að videoblogga frá Miss Universe í Los Angeles en þar verða þær til að styðja við bakið á Sif Aradóttur sem tekur þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.
Ætla að videoblogga frá Miss Universe í Los Angeles en þar verða þær til að styðja við bakið á Sif Aradóttur sem tekur þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.
Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og vinkona hennar Karen ætla að videoblogga frá Miss Universe og verður afraksturinn sýndur á sjónvarpsstöðinni Sirkus en ennfremur verður hægt að nálgast efnið á minnsirkus.is/ungfrurnar. Miss Universe fer að þessu sinni fram í Los Angeles og tekur Sif Aradóttir þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.

Manuela átti reyndar í stökustu vandræðum með farsímann sinn þegar Fréttablaðið náði tali af henni og neyddist því til að notast við heimasímann. Var að ná í símann úr viðgerð en hún hefur greinilega ekki haft áhrif, sagði Manuela sem greinilega var á harðahlaupum enda flugið til Ameríku eftir örfáa tíma. Við fljúgum fyrst til New York og verðum þar í þrjá daga en höldum síðan til L.A, útskýrir fegurðardrottningin.

Manuela hefur sjálf reynslu af því að taka þátt í fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd ungfrú Ísland árið 2002 og hélt ári seinna til Panama þar sem hún ætlaði að taka þátt í Miss Universe. Sú ferð fékk heldur dapurlegan endi því Manuela veiktist mjög alvarlega og varð að liggja á sjúkrahúsi í marga daga og missti því af keppninni. Aðspurð hvort þetta væri ekki hálfgerð nostalgíuferð sagði Manúela svo ekki vera. Mig hefur lengi dreymt um að fara til Los Angeles og skoða mig þar um en þetta verður örugglega mikið ævintýri því keppnin er með glæsilegasta móti þetta árið, segir Manuela.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×