Lífið

Kennir þjóðinni að stunda kynlíf

Frökk blaðakona Eydís er nýr penni hjá tímaritinu Bleikt og blátt og hún kallar svo sannarlega ekki allt ömmu sína þrátt fyrir ungan aldur.
Frökk blaðakona Eydís er nýr penni hjá tímaritinu Bleikt og blátt og hún kallar svo sannarlega ekki allt ömmu sína þrátt fyrir ungan aldur. MYND/Heiða

Í nýjasta eintaki af Bleikt og blátt er ung blaðakona kynnt til leiks bæði í máli og myndum. Þessi frakka blaðakona, Eydís Eir Björnsdóttir, líkir sjálfri sér við sögupersónur hinnar vinsælu þátta­raðar Sex and the City og segist vera mjög lík Carrie í gerðum en Samönthu í hugsun.

Eydís er að klára stúdentinn frá Fjölbraut í Ármúla en stefnir á háskólanám í fjölmiðlafræði. Í næstu tölublöðum Bleikt og blátt mun hún birta hugleiðingar sínar og sögur af kynlífssviðinu en þrátt fyrir að vera ung að árum telur hún sig hafa ýmislegt að miðla þjóðinni á því sviði.

Allir hafa áhuga á kynlífi og þetta er ekkert tabú umræðuefni lengur.

Róbert Marshall byrjaði nú sinn feril á Bleikt og blátt þannig að það er ekki leiðum að líkjast, segir Eydís Eir og hlær. Á meðan Eydís skrifar undir fullu nafni í blaðið og pósar munúðarfull fyrir framan myndavélina eru allar aðrar greinar blaðsins nafnlausar, hvað þá að birtar séu myndir af höfundunum.

Ég vil beita mér fyrir því að blaðið verði kvenlegra og mér finnst líka að þeir sem eru að skrifa í blaðið eigi að gera það undir nafni. Það er allskonar fólk að skrifa greinar í blaðið, bæði húsmæður og viðskiptafræðingar og það er ekkert til að skammast sín fyrir, segir Eydís og hlakkar til að gefa þjóðinni nytsamleg kynlífsráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×