Lífið

Alþjóðlegt orgelsumar

Lenka Mátéová orgelleikari Leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.
Lenka Mátéová orgelleikari Leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.

Orgelleikarinn Lenka Mátéová leikur á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Lenka starfar sem organisti Fella- og Hólakirkju.

Á efnisskrá Lenku eru fjögur verk eftir Felix Mendelssohn, Johann Sebastian Bach, Bohuslav Martinu og Max Reger.

Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Tónlistarháskólann í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag og vann til fjölda verðlauna á námsárunum sínum. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990.

Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika hér á landi og víða um Evrópu og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Að undanförnu hefur hún verið í samstarfi við marga kóra, t.d. Drengjakór Reykjavíkur, Hljómeyki, Karlakór Reykjavíkur og tekið þátt í frumflutningum tónverka eftir íslenska höfunda sem hafa verið hljóðritaðir fyrir útvarpið og á geislaplötur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.