Lífið

Fjölbreyttur matseðillinn við þjóðveginn

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri
Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Á Kirkjubæjarklaustri er að finna veitingarstaðinn Systrakaffi sem er tilvalinn áningarstaðar fyrir ferðalanga sem orðnir eru leiðir á hinu klassíska sjoppufæði. Matseðill staðarins er afar fjölbreyttur og freistandi og staðurinn býður líka upp á góða aðstöðu til setu utandyra og er einnig með leikhorn fyrir börnin.

Systrakaffi reynir að tengja sig við sögu nunnuklausturins sem var á Kirkjubæjarklaustri í eina tíð með því að skreyta veitingastaðinn með nunnustyttum en í raun mætti ganga enn lengra í því og til dæmis láta starfsfólkið klæðast nunnukirtlum. Í heild er staðurinn hlýlegur en kannski fullmikið af dúllerí á staðnum.

Matseðillinn: Matseðilinn er afar girnilegur og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvernig væri til dæmis að prófa pítsurnar Abbadísin og tvær nunnur og ein í fríi? Klausturbleikjan er einnig freistandi sem og skaftfellskt þurrkað og hangið lambalæri sem borið er fram með brennivínsstaupi. Svo er líka bara hægt að fá sér salat og beyglu.

Verð: Verðið er svipað og á veitingastöðum í höfuðborginni. Súpa dagsins kostar 850 kr, enskur morgunverður fæst á 1300 krónur, hamborgari á 950kr og glóðarsteikt kjúklingabringa á 2.600 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×