Söngkonan Britney Spears sem hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði vegna vandræða í hjónabandi sínu. Britney, sem er ólétt öðru sinni eftir dansarann Kevin Federline, hefur látið mynda sig nakta í nýjasta tímaritinu af Haper"s Bazaar.
Á myndunum er Britney með dökkt sítt hár, ýmist ein eða heldur á syni sínum Sean Preston. Britney er ekki fyrsta fræga konan til að láta mynda sig svona því Demi Morre gerði slíkt hið sama fyrir nokkrum árum. Hvort myndirnar verða til þess að bæta ímynd Britneyjar á eftir að koma í ljós en þó verður það að teljast harla ólíklegt.