Þrjár álfur á einu sumri 2. júlí 2006 09:00 Hera Hjartardóttir Spilar víða út á landi í sumar og fer til Grænlands í ágúst þar sem hún spilar á Artic Team Challenge keppninni. MYND/Hrönn Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum. Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum.
Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“