Þrjár álfur á einu sumri 2. júlí 2006 09:00 Hera Hjartardóttir Spilar víða út á landi í sumar og fer til Grænlands í ágúst þar sem hún spilar á Artic Team Challenge keppninni. MYND/Hrönn Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira