Félagsmenn BHM segja upp störfum 30. júní 2006 07:45 Guðrún Sóley Guðnadóttir, Anika og Hörður Helgabörn Mikið mun mæða á þessari fjölskyldu ef uppsagnirnar taka gildi. Anika er fjölfötluð og þarf aðstoð við allar daglegar athafnir svo að sá tími sem hún er í skammtímavistun er fjölskyldunni mikilvægur. MYND/Heiða Tugir háskólamenntaðra starfsmanna á sambýlum fatlaðra munu afhenda forstöðumönnum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og í Reykjavík uppsagnarbréf sín í dag. Í flestum tilfellum er um stjórnendur að ræða og rennur uppsagnarfrestur þeirra út eftir mánuð eða þrjá mánuði. "Dóttir okkar er tvær vikur í mánuði í skammtímavistun svo ef það fellur niður höfum við enga möguleika á að lifa eins og eðlileg fjölskylda," segir Guðrún Sóley Guðnadóttir, móðir Aniku Helgadóttur, 11 ára fjölfatlaðrar stúlku. Hún þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs. "Meðan hún er heima erum við alveg bundin yfir henni og önnur börn okkar fá nær enga athygli svo þessi hálfi mánuður sem hún er í skammtímavistun er okkur afar nauðsynlegur; einnig bara til að hlaða batteríin. Og svo vill maður kannski fara eitthvað eða gera eitthvað," segir Guðrún Sóley. Hún segir að það óöryggi sem skapast sí og æ í þessum geira sé mjög þreytandi fyrir aðstandendur fatlaðra. Um 50 félagsmenn í BHM stóðu fyrir utan húsnæði BHM í Borgartúni í gær, klöppuðu saman höndum og hrópuðu "semja, semja" þegar samningamenn mættu til fundar. Eftir fundinn kom í ljós að ekkert hafði þokast og var þá ákveðið að fjölmenna á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi í morgun og á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík eftir hádegi og afhenda þar uppsagnarbréfin. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að væntingar hafi verið of miklar í gær. Ekki hafi verið við niðurstöðu að búast en hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan júlí. "Staðan er viðkvæm en það er allra hagur að málið leysist farsællega og sem fyrst," segir hann. Gunnlaugur Karlsson er forstöðuþroskaþjálfi á Svöluási í Hafnarfirði. Hann segir að viðræðurnar séu frystar, ráðuneytið vilji ekki veita fjármagni í stofnanasamninga við BHM. Fundur verði á miðvikudaginn og uppsagnir verði dregnar til baka ef samkomulag náist þá. Gunnlaugur hefur 220 þúsund króna heildargrunnlaun þó að hann sé með sex og hálfs árs háskólamenntun. Hann segir að aðeins hugsjónamenn fari til starfa á sambýlum. Ef félagsmenn BHM hætti störfum hverfi öll fagmenntun úr sambýlunum. "Það mun verða skelfilegt ástand vægast sagt," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, en hún hefur fengið tilkynningar frá hátt í tuttugu BHM-félögum síðustu þrjár vikur um að þeir muni segja upp störfum náist ekki samkomulag. Innlent Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Tugir háskólamenntaðra starfsmanna á sambýlum fatlaðra munu afhenda forstöðumönnum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og í Reykjavík uppsagnarbréf sín í dag. Í flestum tilfellum er um stjórnendur að ræða og rennur uppsagnarfrestur þeirra út eftir mánuð eða þrjá mánuði. "Dóttir okkar er tvær vikur í mánuði í skammtímavistun svo ef það fellur niður höfum við enga möguleika á að lifa eins og eðlileg fjölskylda," segir Guðrún Sóley Guðnadóttir, móðir Aniku Helgadóttur, 11 ára fjölfatlaðrar stúlku. Hún þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs. "Meðan hún er heima erum við alveg bundin yfir henni og önnur börn okkar fá nær enga athygli svo þessi hálfi mánuður sem hún er í skammtímavistun er okkur afar nauðsynlegur; einnig bara til að hlaða batteríin. Og svo vill maður kannski fara eitthvað eða gera eitthvað," segir Guðrún Sóley. Hún segir að það óöryggi sem skapast sí og æ í þessum geira sé mjög þreytandi fyrir aðstandendur fatlaðra. Um 50 félagsmenn í BHM stóðu fyrir utan húsnæði BHM í Borgartúni í gær, klöppuðu saman höndum og hrópuðu "semja, semja" þegar samningamenn mættu til fundar. Eftir fundinn kom í ljós að ekkert hafði þokast og var þá ákveðið að fjölmenna á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi í morgun og á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík eftir hádegi og afhenda þar uppsagnarbréfin. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að væntingar hafi verið of miklar í gær. Ekki hafi verið við niðurstöðu að búast en hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan júlí. "Staðan er viðkvæm en það er allra hagur að málið leysist farsællega og sem fyrst," segir hann. Gunnlaugur Karlsson er forstöðuþroskaþjálfi á Svöluási í Hafnarfirði. Hann segir að viðræðurnar séu frystar, ráðuneytið vilji ekki veita fjármagni í stofnanasamninga við BHM. Fundur verði á miðvikudaginn og uppsagnir verði dregnar til baka ef samkomulag náist þá. Gunnlaugur hefur 220 þúsund króna heildargrunnlaun þó að hann sé með sex og hálfs árs háskólamenntun. Hann segir að aðeins hugsjónamenn fari til starfa á sambýlum. Ef félagsmenn BHM hætti störfum hverfi öll fagmenntun úr sambýlunum. "Það mun verða skelfilegt ástand vægast sagt," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, en hún hefur fengið tilkynningar frá hátt í tuttugu BHM-félögum síðustu þrjár vikur um að þeir muni segja upp störfum náist ekki samkomulag.
Innlent Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira