Skáldagyðjan aftur á stjá 30. júní 2006 11:00 Muse Hljómsveitin Muse hélt tónleika í Laugardalshöll árið 2003 sem heppnuðust afar vel. Fjórða breiðskífa þeirra kemur út á mánudag. Fjórða breiðskífa ensku hljómsveitarinnar Muse, Black Holes and Revelations, kemur út á mánudaginn. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessarar hressilegu rokksveitar. Muse var stofnuð í Englandi árið 1994 af söngvaranum og gítarleikaranum Matthew Bellamy, bassaleikaranum Chris Wolestenholme og trommaranum Dominic Howard. Eftir að hafa gengið undir hinum ýmsu nöfnum til að byrja með, þar á meðal Gothic Plague, urðu þeir félagar loks sáttir við nafnið Muse, eða Skáldagyðjan.Radiohead-eftirhermur?Fyrsta plata Muse, Showbiz, kom út árið 1999 og fékk ágætar viðtökur. Margir töldu sveitina undir sterkum áhrifum frá Radiohead og gagnrýndi m.a. söngvari sveitarinnar Thom Yorke, Bellamy fyrir að reyna að herma eftir sér í einu og öllu. Sjálfir hafa meðlimir Muse sagst vera undir áhrifum frá grunge-rokksveitum á borð við Nirvana, Pearl Jam og Soundgarden, auk ensku sveitanna The Verve og Radiohead. Einnig hefur Bellamy nefnt Queen og sérstaklega söngvarann Freddy Mercury sem áhrifavald. Kemur það ekki á óvart að Muse fengu John Leckie, upptökustjóra annarrar plötu Radiohead, The Bends, og fyrstu plötu The Verve, A Storm in Heaven, til að sjá um takkana á Showbiz. Kirkjuorgel og mellotronTæpum tveimur árum eftir útgáfu Showbiz kom út platan Origin of Symmetry, sem átti eftir að festa Muse vel í sessi. Leckie stjórnaði upptökum á nýjan leik. Í þetta sinn voru lögin nokkuð dekkri og þyngri en áður, þar sem yfirdrifinn og oft bjagaður bassaleikur Wolstenholme var áberandi. Gerðar voru tilraunir með óvenjuleg hljóðfæri á borð við kirkjuorgel, mellotron og stærra trommusett. Bellamy sagði píanóleik sinn á plötunni undir sterkum áhrifum frá rómantíska tímabilinu, þar á meðal píanóleikaranum Sergei Rachmaninov. Gítarleikurinn var undir áhrifum frá kónginum sjálfum Jimi Hendrix, Tom Morello úr Audioslave og fyrrum meðlims Rage Against the Machine. Há rödd Bellamy fékk einnig að njóta sín meira en áður. Vinsælustu lög plötunnar voru Hyper Music, Plug in Baby og Newborn. Sungið um heimsendiÞriðja platan, Absolution, kom út 2003. Upptökustjóri var Rich Costley, sem hafði áður unnið með Rage Agains the Machine, og Muse hélt áfram að prófa sig áfram í tónlistarsköpun sinni. Á Absolution söng Bellamy mikið um heimsendi og viðbrögð við honum. Var það nokkurs konar þema plötunnar og endurspeglaði það áhuga Bellamy á samsæriskenningum, guðfræði, vísindum, framtíðarfræðum, tölvum og hinu yfirnáttúrulega. Eftirminnilegir á ÍslandiMuse fór í umfangsmikið tónleikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir og spilaði meðal annars í Laugardalshöll þann 10. desember 2003, á eftirminnilegan hátt. Kom þar í ljós hversu öflug tónleikasveit Muse var, þrátt fyrir að vera aðeins tríó. Bellamy var greinilega heilinn á bak við allt saman og fór á kostum, hvort sem það var á gítarnum eða risastóru kirkjuorgelinu. Diskóáhrif á nýrri plötuSveitin hafði nú náð miklum vinsældum í Bretlandi, náði meðal annars toppsæti breska breiðskífulistans í fyrsta sinn, auk þess sem hún var komin með góðan plötusamning í Bandaríkjunum upp á vasann. Fór aðdáendahópurinn þar í landi jafnframt vaxandi. Eftir tónleikaferðina til að fylgja eftir Absolution tók Muse sér frí mest allt árið 2005 en snýr nú aftur með nýja plötu í farteskinu sem hljómar virkilega fersk og kraftmikil, þar sem diskóáhrifin eru meira áberandi en oft áður. Einnig má greina áhrif frá þekktum nöfnum á borð við Prince og Depeche Mode, til dæmis í fyrsta smáskífulagi plötunnar, Supermassive Black Hole. Með nýju plötunni er ljóst að Muse hefur þróað hljóm sinn lítillega áfram á sama tíma og hún heldur í vel mótaðan stíl sinn og sérstöðu. Thom Yorke ætti a.m.k. að vera hættur að kvarta og mætti frekar fara að vara sig. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Fjórða breiðskífa ensku hljómsveitarinnar Muse, Black Holes and Revelations, kemur út á mánudaginn. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessarar hressilegu rokksveitar. Muse var stofnuð í Englandi árið 1994 af söngvaranum og gítarleikaranum Matthew Bellamy, bassaleikaranum Chris Wolestenholme og trommaranum Dominic Howard. Eftir að hafa gengið undir hinum ýmsu nöfnum til að byrja með, þar á meðal Gothic Plague, urðu þeir félagar loks sáttir við nafnið Muse, eða Skáldagyðjan.Radiohead-eftirhermur?Fyrsta plata Muse, Showbiz, kom út árið 1999 og fékk ágætar viðtökur. Margir töldu sveitina undir sterkum áhrifum frá Radiohead og gagnrýndi m.a. söngvari sveitarinnar Thom Yorke, Bellamy fyrir að reyna að herma eftir sér í einu og öllu. Sjálfir hafa meðlimir Muse sagst vera undir áhrifum frá grunge-rokksveitum á borð við Nirvana, Pearl Jam og Soundgarden, auk ensku sveitanna The Verve og Radiohead. Einnig hefur Bellamy nefnt Queen og sérstaklega söngvarann Freddy Mercury sem áhrifavald. Kemur það ekki á óvart að Muse fengu John Leckie, upptökustjóra annarrar plötu Radiohead, The Bends, og fyrstu plötu The Verve, A Storm in Heaven, til að sjá um takkana á Showbiz. Kirkjuorgel og mellotronTæpum tveimur árum eftir útgáfu Showbiz kom út platan Origin of Symmetry, sem átti eftir að festa Muse vel í sessi. Leckie stjórnaði upptökum á nýjan leik. Í þetta sinn voru lögin nokkuð dekkri og þyngri en áður, þar sem yfirdrifinn og oft bjagaður bassaleikur Wolstenholme var áberandi. Gerðar voru tilraunir með óvenjuleg hljóðfæri á borð við kirkjuorgel, mellotron og stærra trommusett. Bellamy sagði píanóleik sinn á plötunni undir sterkum áhrifum frá rómantíska tímabilinu, þar á meðal píanóleikaranum Sergei Rachmaninov. Gítarleikurinn var undir áhrifum frá kónginum sjálfum Jimi Hendrix, Tom Morello úr Audioslave og fyrrum meðlims Rage Against the Machine. Há rödd Bellamy fékk einnig að njóta sín meira en áður. Vinsælustu lög plötunnar voru Hyper Music, Plug in Baby og Newborn. Sungið um heimsendiÞriðja platan, Absolution, kom út 2003. Upptökustjóri var Rich Costley, sem hafði áður unnið með Rage Agains the Machine, og Muse hélt áfram að prófa sig áfram í tónlistarsköpun sinni. Á Absolution söng Bellamy mikið um heimsendi og viðbrögð við honum. Var það nokkurs konar þema plötunnar og endurspeglaði það áhuga Bellamy á samsæriskenningum, guðfræði, vísindum, framtíðarfræðum, tölvum og hinu yfirnáttúrulega. Eftirminnilegir á ÍslandiMuse fór í umfangsmikið tónleikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir og spilaði meðal annars í Laugardalshöll þann 10. desember 2003, á eftirminnilegan hátt. Kom þar í ljós hversu öflug tónleikasveit Muse var, þrátt fyrir að vera aðeins tríó. Bellamy var greinilega heilinn á bak við allt saman og fór á kostum, hvort sem það var á gítarnum eða risastóru kirkjuorgelinu. Diskóáhrif á nýrri plötuSveitin hafði nú náð miklum vinsældum í Bretlandi, náði meðal annars toppsæti breska breiðskífulistans í fyrsta sinn, auk þess sem hún var komin með góðan plötusamning í Bandaríkjunum upp á vasann. Fór aðdáendahópurinn þar í landi jafnframt vaxandi. Eftir tónleikaferðina til að fylgja eftir Absolution tók Muse sér frí mest allt árið 2005 en snýr nú aftur með nýja plötu í farteskinu sem hljómar virkilega fersk og kraftmikil, þar sem diskóáhrifin eru meira áberandi en oft áður. Einnig má greina áhrif frá þekktum nöfnum á borð við Prince og Depeche Mode, til dæmis í fyrsta smáskífulagi plötunnar, Supermassive Black Hole. Með nýju plötunni er ljóst að Muse hefur þróað hljóm sinn lítillega áfram á sama tíma og hún heldur í vel mótaðan stíl sinn og sérstöðu. Thom Yorke ætti a.m.k. að vera hættur að kvarta og mætti frekar fara að vara sig.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira