Innlent

Kynferðisbrot gegn stúlkum

Karlmaður var í gær dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri stúlknanna innan klæða þeirra, en stúlkurnar voru sex og átta ára þegar atvikið átti sér stað.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur, auk skilorðsins, til að greiða eldri stúlkunni 250 þúsund krónur og þeirri yngri 150 þúsund. Honum var einnig gert að greiða sakarkostnað sem hljóðar upp á um hálfa milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×