Innlent

Meinað um fæðingarstyrk

Sökuð um svik Gögn er sönnuðu að Steindóra væri í námi erlendis þóttu ómarktæk að mati Tryggingastofnunar.
Sökuð um svik Gögn er sönnuðu að Steindóra væri í námi erlendis þóttu ómarktæk að mati Tryggingastofnunar.

Svona framkoma er með ólíkindum og varð á endanum til þess að ég gafst bara upp á að reyna að fá styrkinn greiddan, segir Steindóra Þorleifsdóttir, námsmaður í Danmörku.

Hún segir sínar farir ekki sléttar gagnvart Tryggingastofnun ríkisins, sem meinaði henni um fæðingarstyrksgreiðslur þegar hún eignaðist barn skömmu eftir komuna til Danmerkur árið 2003. Voru forsendurnar þær að hún væri erlendis vegna vinnu, en ekki náms, þrátt fyrir að Steindóra hefði lagt fram gögn er sönnuðu hið gagnstæða, bæði frá Lánastofnun íslenskra námsmanna sem og Háskólanum í Álaborg. Beiðni um endurskoðun var hafnað og þar sem enga hjálp var að fá frá því sveitarfélagi sem Steindóra býr í erlendis, hefur hún þurft að ala barn sitt án allrar fjárhagslegrar hjálpar.

Leitaði Steindóra síðast réttar síns á síðasta ári en fékk þá þau svör að of langur tími væri liðinn frá því að úrskurður féll í máli hennar og ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Í mínum huga er þetta mannréttindabrot gagnvart mér en málaferli eru kostnaðarsöm og ekki á færi námsmanna svo ég hef gefist upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×