Innlent

Svefnpokaplássin hagstæð

Látrabjarg
Látrabjarg

Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland

Landið býður upp á ótal möguleika til útivistar og afþreyingar og fjölmargir gististaðir eru í boði. Ferðaþjónusta bænda býður upp á um hundrað og fimmtíu gististaði og er þeim sífellt að fjölga. Oddný B. Halldórsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda segir aukninguna jafna og þétta síðustu ár. "Við höfum úr svo mörgu að velja í Ferðaþjónustu bænda, við erum bæði með bústaði, sveitahótel og gistingu hjá bændunum þannig að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og það hefur líka aukist að bændur bjóði upp á afþreyingu," segir Oddný. Hún segir að flestir ferðamennirnir sem gista hjá ferðaþjónustunni séu erlendir og bóki með löngum fyrirvara en Íslendingarnir eru vanalega ekki svo fyrirhyggjusamir.

Fréttablaðið gerði lauslega könnun á því hvað þriggja daga ferðalag kostar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Önnur ferðin er farin frá Akureyri og haldið til Vesturlands en hin ferðin er farin frá Reykjavík og keyrt um Austurland. Verð er nokkuð misjafny en svefnpokaplássin eru að öllu jöfnu mun hagstæðari en gisting í herbergi. Gera má ráð fyrir að gisting fjögurra manna fjölskyldu í þrjá daga í herbergi og með morgunmat á bændagistingu kosti um 30.000 krónur. Á þeim stöðum sem Fréttablaðið talaði við er boðið upp á afslátt fyrir börn og unglinga og á flestum stöðum er boðið upp á að börn fái dýnu inn til foreldranna. Einnig bjóða flestir staðirnir upp á hópafslátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×