Innlent

Hesthús gera gæfumuninn

Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík.

"Þarna var að falla til töluverður slatti af hesthúsum í Kópavogi," segir Konráð D. Þorvaldsson hjá FMR, en undir liðnum aðrar eignir voru skráðar 79 eignir í Kópavogi en aðeins ellefu í Reykjavík.

Þegar meðaltal síðustu tólf vikna er skoðað er 89 eignum þinglýst vikulega í Reykjavík en 28 í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×