Innlent

Segja Símann misnota ráðandi stöðu

ekki við sama borð Kæra Og Vodafone á hendur Símanum hefur borist Samkeppniseftirlitinu.
ekki við sama borð Kæra Og Vodafone á hendur Símanum hefur borist Samkeppniseftirlitinu.

Og Vodafone hefur kært Símann til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um að fyrirtækið misnoti ráðandi stöðu sína á ADSL-markaðnum og mismuni þannig símnotendum í landinu.

Síminn ræður yfir svokölluðu grunnneti sem þýðir að setja þarf upp ADSL-tengingu á símalínu notanda áður en önnur fjarskiptafyrirtæki geta boðið viðskiptavinum sínum upp á aðgang að netinu. Hefur borið á að viðskiptavinir annarra en Símans verði að bíða nokkra daga eftir slíkri tengingu meðan viðskiptavinir Símans séu afgreiddir samdægurs. Og Vodafone telur ástæðu til að samkeppniseftirlitið beiti sér fyrir því að skilja heildsölu Símans frá öðrum þáttum í rekstrinum.

Í yfirlýsingu frá Símanum er lýst yfir furðu á málflutningi Og Vodafone. Um 80 prósent allra viðskiptavina beggja fyrirtækja eru tengdir innan fjögurra daga samkvæmt könnun Póst og fjarskiptastofnunar, en hluti verkbeiðna Og Vodafone séu ófullnægjandi og það útskýri tafir á afgreiðslu pantana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×