Innlent

Deildin hefur verið opnuð

Lyflækningadeild opnuð á ný Tekist hefur að uppræta veirusýkingu á lyflækningadeild LSH og hefur deildin opnað á ný.
Lyflækningadeild opnuð á ný Tekist hefur að uppræta veirusýkingu á lyflækningadeild LSH og hefur deildin opnað á ný. MYND/Vilhelm

Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið opnuð á ný eftir að veirusýkingar varð þar vart fyrir tveimur vikum síðan.

Var um að ræða svokallaða noro-veiru, sem olli meðal annars niðurgangi hjá sjúklingum á deildinni. Deildin hefur nú verið þrifin og sótthreinsuð og talið óhætt að hleypa sjúklingum aftur þar inn, en deildin var tæmd þegar sýkingarinnar varð fyrst vart.

Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar, hefur einnig orðið vart annarra tilfella sýkinga á öðrum deildum spítalans, en þó ekki alvarlegri en svo að ekki hefur þurft að koma til lokana þeirra, enn sem komið er. Það eru stök tilfelli sem tekist hefur að einangra fljótt og örugglega. Slík tilfelli eru yfirleitt ekki alvarleg en það er ansi hvimleitt að þurfa að eiga við slík tilfelli sem geta alltaf komið annað slagið upp á stofnunum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×