Footloose frumsýnt

Söngleikurinn Footloose verður frumsýndur í kvöld í Borgarleikhúsinu. Úrvalsleikarar og frábærir dansarar koma fram í sýningunni og gaman verður að sjá hvernig leikstjóranum Unni Ösp Stefánsdóttur og Þorvaldi Bjarna tónlistarstjóra tekst að moða úr efninu. Með aðalhlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Halla Vilhjálmsdóttir, ásamt Jóhanni Sigurðssyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur.