Norrænt menningarmót 29. júní 2006 11:30 Íslensk ungmenni taka þátt í menningarmóti Vinna að fjölbreyttri listsköpun í Færeyjum. Átján ungmenni frá fimm bæjarfélögum á Íslandi taka þátt í Menningarmótinu Ung i Norden sem fer fram í Þórshöfn í Færeyjum. Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 14-16 ára en þau munu hitta rúmlega 200 önnur ungmenni frá Norðurlöndunum sem einnig taka þátt í mótinu. Sara Guðmundsdóttir, leik- og söngkona, er listrænn stjórnandi hópsins en þetta er í fjórða sinn sem hún gegnir því hlutverki á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Ég fór sjálf á Menningarmótið þegar ég var unglingur og hafði einstaklega gaman af. Í þrjú skipti hef ég aftur á móti gegnt stöðu listræns stjórnanda og haldið utan um íslensku hópana á Ung i Norden, þar sem ég gegni einnig hlutverki fararstjóra, segir Sara. Að sögn Söru hefur Hafnarfjarðarbær séð um þetta verkefni fyrir Íslands hönd en 15-20 íslenskir unglingar komast að í hvert sinn. Í þetta sinn koma þátttakendur frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ísafirði. Hún segir íslenska hópinn ætla að setja upp tuttugu mínútna leikþátt sem hann hafði aðeins tvo daga til að æfa. Þetta voru býsna erfiðir tveir dagar nú um síðustu helgi en okkur tókst þó að berja atriðið saman í lokin og ég er mjög ánægð með útkomuna. Krakkarnir eru afskaplega opnir og óhræddir og það varðar mestu. Sara segir atriðið byggjast á látbragðsleik og að unglingarnir séu allir klæddir í svört föt frá toppi til táar en andlit þeirra máluð hvít og eins beri þau hvíta hanska. Við þræðum síðan sögu Íslands á gamansaman hátt en ég gegni sjálf hlutverki sögumanns og þau koma síðan fram á sviðið í nokkrum hópum og leika með látbragði það sem fram kemur í máli mínu. Þá tókum við saman tónlistarsyrpu sem spiluð er undir meðan á sýningu stendur. Sara segir ungmenninn hafa æft atriðið bæði á norsku og ensku til að tryggja að allir áhorfendur skilji hvað fram fer á sviðinu. Hin löndin sem taka þátt í Menningarmótinu eru Grænland, Finnland og Danmörk. Hóparnir dvelja í viku í Þórshöfn en unglingarnir munu sækja í kringum 16 listasmiðjur undir stjórn atvinnulistamanna og vinna saman að þremur stórum atriðum sem verða flutt í Norðurlandahúsinu síðasta dag menningarmótsins. - brb Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Átján ungmenni frá fimm bæjarfélögum á Íslandi taka þátt í Menningarmótinu Ung i Norden sem fer fram í Þórshöfn í Færeyjum. Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 14-16 ára en þau munu hitta rúmlega 200 önnur ungmenni frá Norðurlöndunum sem einnig taka þátt í mótinu. Sara Guðmundsdóttir, leik- og söngkona, er listrænn stjórnandi hópsins en þetta er í fjórða sinn sem hún gegnir því hlutverki á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Ég fór sjálf á Menningarmótið þegar ég var unglingur og hafði einstaklega gaman af. Í þrjú skipti hef ég aftur á móti gegnt stöðu listræns stjórnanda og haldið utan um íslensku hópana á Ung i Norden, þar sem ég gegni einnig hlutverki fararstjóra, segir Sara. Að sögn Söru hefur Hafnarfjarðarbær séð um þetta verkefni fyrir Íslands hönd en 15-20 íslenskir unglingar komast að í hvert sinn. Í þetta sinn koma þátttakendur frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ísafirði. Hún segir íslenska hópinn ætla að setja upp tuttugu mínútna leikþátt sem hann hafði aðeins tvo daga til að æfa. Þetta voru býsna erfiðir tveir dagar nú um síðustu helgi en okkur tókst þó að berja atriðið saman í lokin og ég er mjög ánægð með útkomuna. Krakkarnir eru afskaplega opnir og óhræddir og það varðar mestu. Sara segir atriðið byggjast á látbragðsleik og að unglingarnir séu allir klæddir í svört föt frá toppi til táar en andlit þeirra máluð hvít og eins beri þau hvíta hanska. Við þræðum síðan sögu Íslands á gamansaman hátt en ég gegni sjálf hlutverki sögumanns og þau koma síðan fram á sviðið í nokkrum hópum og leika með látbragði það sem fram kemur í máli mínu. Þá tókum við saman tónlistarsyrpu sem spiluð er undir meðan á sýningu stendur. Sara segir ungmenninn hafa æft atriðið bæði á norsku og ensku til að tryggja að allir áhorfendur skilji hvað fram fer á sviðinu. Hin löndin sem taka þátt í Menningarmótinu eru Grænland, Finnland og Danmörk. Hóparnir dvelja í viku í Þórshöfn en unglingarnir munu sækja í kringum 16 listasmiðjur undir stjórn atvinnulistamanna og vinna saman að þremur stórum atriðum sem verða flutt í Norðurlandahúsinu síðasta dag menningarmótsins. - brb
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira