Innlent

Börnin voru róleg

Í kjölfar atburðanna í gær var ákveðið að rýma leikskólann Dalborg á Eskifirði, sem er staðsettur um tvö hundruð metra frá sundlauginni þar sem slysið átti sér stað.

Sóley Valdimarsdóttir, leikskólastýra á Dalborg, segist hafa hringt í heilsugæsluna um leið og henni bárust fregnir af slysinu og var henni þá ráðlagt að rýma leikskólann í flýti. Hún segir enga hættu hafa skapast í leikskólanum og börnin hafi verið róleg yfir þessu öllu saman.

Í gærkvöldi var mælt hvort eitthvað af eiturefninu hefði borist inn í leikskólann og segir Sóley að sér hafi verið tilkynnt síðar um kvöldið að svo væri ekki.

Um þrjátíu börn og átta starfsmenn voru í leikskólanum þegar atburðir gærdagsins dundu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×