Innlent

Tuttugu þúsund skrifa undir

Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blátt áfram
Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blátt áfram

Rúmlega 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum.

Það eru samtökin Blátt áfram sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni og munu þau í haust, þegar þing kemur saman að nýju, afhenda þær sex þúsund undirskriftir sem bæst hafa við frá síðustu afhendingu. - öhö




Fleiri fréttir

Sjá meira


×