Innlent

Aukið eftirlit með vopnasölu

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtökum afhentu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopnasölu verði hert og að alþjóðasamningi um vopnaviðskipti verði komið á.

"Með því að senda mynd af sér er fólk að krefjast þess að böndum verði komið á vopnin og fyrsta skrefið í þá átt er gerð þessa alþjóðlega samnings. Nú þegar eru 1300 Íslendingar komnir inn í myndabankann og fjöldi til viðbótar búinn að skrá sig," segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. "Nú þegar hafa 45 ríkisstjórnir lýst stuðningi við gerð svona samnings auk

Evrópusambandsins svo við erum bjartsýn á að hann verði að veruleika," segir Jóhanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×