Lífið

Bjartar nætur á næstunni

Leikararnir Emil Freysson og Arna Björg Jónasdóttir
Bright Nights - Bjartar nætur er sumarleikhússýning fyrir erlenda ferðamenn og aðra áhugasama leikhúsgesti.
Leikararnir Emil Freysson og Arna Björg Jónasdóttir Bright Nights - Bjartar nætur er sumarleikhússýning fyrir erlenda ferðamenn og aðra áhugasama leikhúsgesti.

Ferðaleikhúsið frumsýnir The Best of Light Nights í Iðnó í kvöld en að vanda byggir sýningin á íslensku efni að mestu er flutt á ensku. Ferðaleikhúsið er atvinnuleikhús, stofnað í árslok árið 1965 en frá árinu 1970 hefur markhópur þeirra aðallega verið erlendir sumargestir í Reykjavík.

Sýningar Ferðaleikhússin eru fyrir löngu orðnar fastur liður í menningar lífi borgarinnar en efnisskráin er breytileg milli ára en sýningarnar bera jafnan heitið Light Nights - Bjartar nætur.

Fjölmargir sviðslistamenn, tónskáld, ljósmyndarar og fræðimenn hafa komið að sýningunum í gegnum árin - og margir þjóðþekktir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor á leiksviði í sýningum Ferðaleikhússins.

Sýningin að þessu sinni inniheldur 18 atriði, þjóðsögur og senur úr Íslendingasögunum eru færðar í leikbúning og á milli leikatriða er sýnt fræðsluefni með skyggnum og tilheyrandi tónlist og leikhljóðum. Meðal atriðanna eru tvö leikdansatriði samin af Þorleifi Einarssyni, glímusýning þjalfuð af Herði Gunnarssyni og einþáttungur um upphaf huldufólksins samin af Kristínu G. Magnús forsprakka Ferðaleikhússins, sem einnig hefur samið leikgerð upp úr hinni sígildu drauga-þjóðsögu um Djáknann á Myrká.

Sýnt verður í Iðnó öll mánudags og þriðjudagskvöld í júlí og ágúst en veitingahúsið Tjarnarbakkinn töfrar fram sælkerakvöldverð á undan sýningunum fyrir þá sem þess óska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×