Lífið

Beck breytir til

Beck Hansen Tónlistarmaðurinn Beck gefur út nýja plötu í haust.
Beck Hansen Tónlistarmaðurinn Beck gefur út nýja plötu í haust.

Tónlistarmaðurinn Beck Hansen segir að hip-hop verði í aðalhlutverki á næstu plötu sinni sem kemur út í haust. Upptökustjóri verður Nigel Godrich sem stýrði upptökum á plötum Beck, Mutations og Sea Change. Einnig var hann m.a. upptökustjóri plötunnar OK Computer með Radiohead, sem margir telja bestu plötu sveitarinnar.

Á meðal laga á nýju plötunni verða Soldier Jane, Nausea og 1000 BPM. "Áður en við byrjuðum sagðist Nigel vilja gera hip-plötu. Hún er það að mörgu leyti en að sumu leyti ekki. Það eru hip-hop lög á henni. Á plötunum Mutations og Sea Change horfði ég mikið inn á við og þessi nýja plata færir svolítið þessa tvo heima saman," sagði Beck.

Einnig er væntanleg frá Beck tíu ára afmælisútgáfa af plötunni Odelay þar sem Aphex Twin og Dust Brothers eiga endurhljóðblönduð lög. Á plötunni verða einnig B-hliða smáskífulög og sjaldheyrð lög. Einnig verður þar lagið Deadweight sem var í kvikmyndinni A Life Less Ordinary.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×