Lífið

Leika fyrir japanska aðdáendur

Tríóið guitar islancio Stórir í Japan?
Tríóið guitar islancio Stórir í Japan?

Félagarnir Björn Thooddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio munu leika á þrennum tónleikum í Japan í þessari viku.

Útgáfufyrirtækið Aljjos Music í Yokohama hefur milligöngu um tónleikana í samvinnu við Japan Iceland Society en fyrirtækið samdi nýlega um útgáfu þriggja hljómplatna með Guitar Islancio í Japan.

Fyrsta platan, Scandinavian Songs, er þegar komin í verslanir og eru tónleikarnir nú hugsaðir til þess að styrkja útgáfu Guitar Islancio enn frekar í Japan og verður virtum tónlistarblaðamönnum ásamt  fulltrúum útvarps- og sjónvarpsstöðva boðið á hljómleika Guitar Islancio og á fund listamanna og útgefenda.

Tónlist tríósins er nú í útvarpsspilun í þremur heimsálfum og er þess getið í fréttatilkynningu frá útgefanda þeirra, Zonet útgáfunni, að tríóið sé verðugur fulltrúi íslensks tónlistarlífs á erlendum vettvangi og að framganga þeirra á erlendri grund hafi opnað dyr fyrir öðrum íslenskum listamönnum, til dæmis hafi íslenskir tónlistarmenn átt fulltrúa á hverju hausti á hinni árlegu kínversku alþjóðlegu listahátíð í Shanghai, síðan Guitar Islancio riðu þar fyrstir á vaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×