Lífið

Kallarnir hverfa úr netheimum

Kallarnir.is Hafa lokað vinsælli heimasíðu sinni. Gillzenegger er fyrir miðju, Partí-Hans er honum á vinstri hönd.
Kallarnir.is Hafa lokað vinsælli heimasíðu sinni. Gillzenegger er fyrir miðju, Partí-Hans er honum á vinstri hönd. MYND/Hari

Síðan var bara orðin þreytt og við ákváðum að þetta væri komið gott, segir Jóhann Ólafur Schröder í Köllunum.is. Þegar farið var inn á heimasíðuna Kallarnir.is um helgina birtust einungis dagsetningarnar 31.12.2003-24.6.2006, upphafs- og lokadagur líftíma síðunnar sem verið hefur einstaklega vinsæl síðastliðið eitt og hálft ár.

Jóhann segir að heimasíðan hafi lítið verið uppfærð síðustu mánuðina og tími hafi verið kominn á hana. Síðan sem slík er búin um ókomna tíð en félagsskapurinn Kallarnir.is er enn við lýði, segir Jóhann Ólafur, sem innan félagsskaparins kallast Partí-Hans.

Helsti talsmaður Kallanna.is hefur verið Egill Gillzenegger Einarsson. Hann segir að síðunni hafi verið lokað að sér forspurðum. Þetta var ekkert rætt innan hópsins og ég er ekki sáttur við að síðunni hafi verið lokað núna, segir Egill. Tímasetningin er alls ekki góð því það er sumar og ýmislegt í gangi. Ég ætlaði til dæmis að fara að henda þarna inn hrikalegum lyftingamyndböndum með Benna Magg og Magga Bess.

Svo er útvarpsþátturinn í fullum gangi á X-inu og við förum mögulega aftur í sjónvarpið. Ég er því alls ekki sáttur með þetta, segir Egill Gillzenegger Einarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×