Lífið

Tipsað fyrir flugfari

Söfnunarátak á vegamótum Starfsmenn Vegamóta standa fyrir söfnunni Gústa heim þar sem safnað er fyrir flugfari fyrir fyrrverandi starfsmann.Töluvert af klinki hefur nú þegar safnast í þar til gerðan bauk sem merktur er söfnuninni.
Söfnunarátak á vegamótum Starfsmenn Vegamóta standa fyrir söfnunni Gústa heim þar sem safnað er fyrir flugfari fyrir fyrrverandi starfsmann.Töluvert af klinki hefur nú þegar safnast í þar til gerðan bauk sem merktur er söfnuninni. MYND/GVA

Starfsmenn veitingahússins Vegamóta standa nú fyrir óvenjulegri söfnum undir slagorðinu Gústa heim. Söfnun þessi hófst fyrir helgi en þá var settur upp söfnunar­baukur á barborðinu á neðri hæð staðarins með slagorði söfnunarinnar og mynd af Gústa.

Við erum að safna fyrir flugfari handa Gústa sem við viljum fá heim um jólin, segir barþjóninn Kolbeinn Þorgeirsson, betur þekktur sem Kolli. Gústi heitir fullu nafni Ágúst Ingi Atlason og er fyrrverandi starfsmaður á Vegamótum sem er nú á leið til Flórída í flugnám.

Gústi er búinn að vinna hér mjög lengi og við fyrrum vinnufélagar hans viljum endilega fá hann heim til okkar um jólin, segir Kolli. Flugfar fram og til baka kostar um 90 þúsund krónur og Kolli telur ekki ólíklegt að þeim takist að safna fyrir flugfarinu fyrir jólin þar sem þeim reiknist til að einungis þurfi 500 krónur að koma í baukinn á dag í sex mánuði til að markmiðið náist.

Kolli segir að gestir staðarins hafi tekið vel í söfnuna og um helgina safnaðist töluvert klink í baukinn enda margir fastakúnnar sem kannast vel við Gústa og eiga örugglega eftir að sakna hans á meðan hann dvelur ytra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×