Okkar rómantíska fortíð 13. júní 2006 11:00 nútímalegar brúðir Brúðkaupin nú eru ekki jafn hátíðleg og fyrr og meira fer fyrir fjörinu. MYND/stefán Á sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri geta gestir fræðst um brúðkaup að fornu og nýju. Sýningin Ef þú giftist geymir forvitnilega muni og myndir, þar á meðal elstu áletruðu ástarjátninguna sem fundist hefur hérlendis. Elstu gripirnir á sýningunni eru lánsgripir frá Þjóðminjasafni Íslands, þeir eru frá 18. öld en yngstu gripirnir eru frá því í fyrra, það eru hlutir sem einstaklingar hafa lánað okkur í tilefni af þessari sýningu, útskýrir Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri hjá Minjasafni Akureyrar. Efni sýningarinnar byggir á brúðkaupssýningunni Í eina sæng, íslenskir brúðkaupssiðir, sem sett var upp í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2004 en þar er fjallað um trúlofunar- og brúðkaupssiði fyrr og nú, veislur, gjafir og klæðnað, og einnig ungbarnaumönnun.Formfesta fram á 18. öldbrúðkaup árið 1938 Brúðhjónin Guðrún Ragnars og Geir Borg gengur í það heilaga. Myndina tók Hallgrímur Einarsson, ljósmyndari á Akureyri.Ljósmyndir rekja söguna, til dæmis hvernig brúðkaupsklæðnaðurinn breytist á þessu rúmlega hundrað ára tímabili. Elstu ljósmyndirnar eru frá því rétt fyrir aldamótin 1900 en þær yngstu frá þessu ári og þær koma frá starfandi ljósmyndurum hér á Akureyri. Það má segja að íslenskir brúðkaupssiðir hafi einkennst af ákveðinni íhaldssemi eða formfestu fram undir árið 1750 því fyrir þann tíma var hjónabandið oftar en ekki ráðstöfun foreldranna, eins konar kaupsamningur til að tryggja að auður og völd vaxi og haldist innan fjölskyldunnar. Á þeim tíma voru siðirnir gríðarlega formfastir, bæði aðdragandinn og giftingin sjálf fór fram eftir föstum reglum. Eftir 1750 dregur úr formfestunni og um leið þeim íburði sem áður var. Það er ekki fyrr en eftir 1980 að íburðurinn eykst aftur en þá eru teknir upp nýir siðir og brúðkaupin verða sífellt glæsilegri, dýrari og margbrotnari. Aftur til fortíðarGuðrún María útskýrir að talsvert sé um að fólk vilji búa brúðkaupum sínum gamaldags íslenska umgjörð og því séu mörg brúðkaup haldin úti í náttúrunni eða í nágrenni við torfbæi eða torfkirkju. Nýjustu brúðkaupssiðirnir, til dæmis sá að keyra um í skreyttum bíl eða henda hrísgrjónum, séu hins vegar komnir erlendis frá og jafnframt séu þeir samkvæmisleikir sem tíðkist í nútímabrúðkaupum líka af erlendri fyrirmynd. Það væri voðalega gaman að verða vitni af gamaldags brúðkaupi þar sem öll seremónían fer fram. Það er til dæmis fyrirbæri sem heitir brúðargangur. Þá er brúðurinn klædd í skrúðann inni í bænum og gengur síðan til kirkjunnar í skrúðgöngu, fær hátíðlega fylgd alla leið í kirkjuna. Í góðu veðri hlýtur þetta að vera mjög hátíðlegt. Margir velja sumartímann til giftinga því fólk vill hafa náttúruna með í brúðkaupinu og því væri auðvelt að endurvekja þennan sið. Rómantískar minningarGuðrún María segir að gripirnir á sýningunni komi hver úr sinni áttinni en hún heldur mikið upp á suma þeirra og nefnir til dæmis öskju frá því um aldamótin 1800 en á hana er grafin ástarjátning. Á henni stendur Ég elska þig, en það er elsta áletrunin af þessu tagi sem fundist hefur. Það passar alveg við þá kenningu að á þessum tíma hafi ráðstöfuð hjónabönd verið á undanhaldi. Guðrún María nefnir ennfremur muni úr eigu þekktra Íslendinga, til dæmis úrfesti úr hári Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta, sem sat í festum heima á Íslandi í tólf ár á meðan heitmaður hennar var í Danmörku. Hún klippti á sér hárið og fléttaði þessa úrfesti og gaf honum, segir Guðrún María og áréttar að slíkt hljóti nú að teljast mjög rómantískt. Það er gaman að hugsa til þess að þetta fólk hafi handleikið þessa muni. Maður kemst í allt aðra snertingu við þetta fólk þegar maður hefur þessa muni fyrir framan sig. Sýningin er opin á þjónustutíma Minjasafns Akureyrar, alla daga milli klukkan 10 og 17. kristrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Á sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri geta gestir fræðst um brúðkaup að fornu og nýju. Sýningin Ef þú giftist geymir forvitnilega muni og myndir, þar á meðal elstu áletruðu ástarjátninguna sem fundist hefur hérlendis. Elstu gripirnir á sýningunni eru lánsgripir frá Þjóðminjasafni Íslands, þeir eru frá 18. öld en yngstu gripirnir eru frá því í fyrra, það eru hlutir sem einstaklingar hafa lánað okkur í tilefni af þessari sýningu, útskýrir Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri hjá Minjasafni Akureyrar. Efni sýningarinnar byggir á brúðkaupssýningunni Í eina sæng, íslenskir brúðkaupssiðir, sem sett var upp í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2004 en þar er fjallað um trúlofunar- og brúðkaupssiði fyrr og nú, veislur, gjafir og klæðnað, og einnig ungbarnaumönnun.Formfesta fram á 18. öldbrúðkaup árið 1938 Brúðhjónin Guðrún Ragnars og Geir Borg gengur í það heilaga. Myndina tók Hallgrímur Einarsson, ljósmyndari á Akureyri.Ljósmyndir rekja söguna, til dæmis hvernig brúðkaupsklæðnaðurinn breytist á þessu rúmlega hundrað ára tímabili. Elstu ljósmyndirnar eru frá því rétt fyrir aldamótin 1900 en þær yngstu frá þessu ári og þær koma frá starfandi ljósmyndurum hér á Akureyri. Það má segja að íslenskir brúðkaupssiðir hafi einkennst af ákveðinni íhaldssemi eða formfestu fram undir árið 1750 því fyrir þann tíma var hjónabandið oftar en ekki ráðstöfun foreldranna, eins konar kaupsamningur til að tryggja að auður og völd vaxi og haldist innan fjölskyldunnar. Á þeim tíma voru siðirnir gríðarlega formfastir, bæði aðdragandinn og giftingin sjálf fór fram eftir föstum reglum. Eftir 1750 dregur úr formfestunni og um leið þeim íburði sem áður var. Það er ekki fyrr en eftir 1980 að íburðurinn eykst aftur en þá eru teknir upp nýir siðir og brúðkaupin verða sífellt glæsilegri, dýrari og margbrotnari. Aftur til fortíðarGuðrún María útskýrir að talsvert sé um að fólk vilji búa brúðkaupum sínum gamaldags íslenska umgjörð og því séu mörg brúðkaup haldin úti í náttúrunni eða í nágrenni við torfbæi eða torfkirkju. Nýjustu brúðkaupssiðirnir, til dæmis sá að keyra um í skreyttum bíl eða henda hrísgrjónum, séu hins vegar komnir erlendis frá og jafnframt séu þeir samkvæmisleikir sem tíðkist í nútímabrúðkaupum líka af erlendri fyrirmynd. Það væri voðalega gaman að verða vitni af gamaldags brúðkaupi þar sem öll seremónían fer fram. Það er til dæmis fyrirbæri sem heitir brúðargangur. Þá er brúðurinn klædd í skrúðann inni í bænum og gengur síðan til kirkjunnar í skrúðgöngu, fær hátíðlega fylgd alla leið í kirkjuna. Í góðu veðri hlýtur þetta að vera mjög hátíðlegt. Margir velja sumartímann til giftinga því fólk vill hafa náttúruna með í brúðkaupinu og því væri auðvelt að endurvekja þennan sið. Rómantískar minningarGuðrún María segir að gripirnir á sýningunni komi hver úr sinni áttinni en hún heldur mikið upp á suma þeirra og nefnir til dæmis öskju frá því um aldamótin 1800 en á hana er grafin ástarjátning. Á henni stendur Ég elska þig, en það er elsta áletrunin af þessu tagi sem fundist hefur. Það passar alveg við þá kenningu að á þessum tíma hafi ráðstöfuð hjónabönd verið á undanhaldi. Guðrún María nefnir ennfremur muni úr eigu þekktra Íslendinga, til dæmis úrfesti úr hári Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta, sem sat í festum heima á Íslandi í tólf ár á meðan heitmaður hennar var í Danmörku. Hún klippti á sér hárið og fléttaði þessa úrfesti og gaf honum, segir Guðrún María og áréttar að slíkt hljóti nú að teljast mjög rómantískt. Það er gaman að hugsa til þess að þetta fólk hafi handleikið þessa muni. Maður kemst í allt aðra snertingu við þetta fólk þegar maður hefur þessa muni fyrir framan sig. Sýningin er opin á þjónustutíma Minjasafns Akureyrar, alla daga milli klukkan 10 og 17. kristrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira