Skuggaleg fortíð eða lygi? 13. júní 2006 13:00 McCartney og Mills Sögurnar um meint vændi Mills á hennar yngri árum birtust í sunnudagsblaðinu News of the World. Mills neitar öllum ásökunum en blaðið telur sig hafa áreiðanlegar heimildir um svæsna fortíð hennar sem getur sett strik í reikningin þegar kemur að skilnaðinum. MYND / Getty Images News of the World birti í sunnudagsblaði sínu frétt um að fyrrverandi eiginkona Paul McCartney, fyrirsætan Heather Mills, hefði verið vændiskona og þjónað arabískum prins og alræmdum vopnasala. Mills neitar staðhæfingum blaðsins í yfirlýsingu sem barst breskum fjölmiðlum í gær. Bretland er á öðrum endanum. Enska landsliðið hafði sigur í sínum fyrsta leik gegn Paraguy en mál Heather Mills hefur vakið mun meiri athygli. Öllum má vera ljóst að fyrirsætan á ekki mikla samúð inni hjá bresku blöðunum eftir að fregnir um skilnað þeirra hjóna birtust fyrst fyrir um hálfum mánuði síðan á síðum News Of the World. Fyrir nokkru birti götublaðið The Daily Mail myndir af fyrirsætunni fyrrverandi í ansi erótískum stellingum sem birtust fyrst í þýsku bókinni Die Freuden Der Liebe eða Unaður Ástarinnar. Frétt News Of the World er því vatn á myllu þeirra sem halda því fram að Mills hafi gifst McCartney til fjár.Svæsnar kynlífssögurAdnan Khasoggi Er ein af aðalpersónunum í sápunni sem orðið hefur til í kringum skilnað Mills og McCartney. Adnan er velþekktur milljarðarmæringur og var á forsíðu Time - tímaritsins árið 1987 þar sem glæsilegur lífstíll hans var tíundaður.Blaðið segist hafa undir höndunum upplýsingar um hver hórumamma Mills hafi verið og hvers slags kynlífsathafnir hún hafi stundað gegn greiðslu. Frétt News of the World er klámfengin svo vægt sé til orða tekið. Þar er að finna nákvæmar lýsingar á einstökum fundum sem Mills átti við milljarðarmæringa í London og annars staðar í Evrópu. Blaðamaðurinn Phil Taylor segist hafa viðað að sér upplýsingum frá Evrópu og Mið - Austurlöndum og tekur fram að vitnisburður viðmælanda sinna séu eiðsvarnir og undirritaðir en þeir koma allir fram undir nafni. Í grein Taylor kemur fram að vopnasalinn Adnan Khasoggi hafi verið meðal viðskiptavina Mills og þau hafi mælt sér mót á hótelum í London og á Spáni. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Mills greiddar háar upphæðir fyrir kynlífsorgíur og í úttekt blaðsins kemur fram að þetta hafi ekki verið neitt stundarbrjálæði.Abdul Khoury, fyrrum ritari Khashoggi sem býr í Líbanon, staðfestir þessa fortíð í samtali við blaðið. Ein af skyldum mínum var að útvega Khasoggi félagsskap og fylgismeyjar. Ég veit að Mills var ein þeirra sem átti náin samskipti við hann, sagði Khoury í samtali við blaðið. Khasoggi hélt frábær teiti og vildi alltaf fá að vita hvernig kvenfólkið leit út. Ég benti honum á Mills og sagði hana vera mjög þokkafulla, útskýrir Khoury. en sádí - arabíska vopnasalinn á að hafa greitt henni tvö þúsund pund eða 250 þúsund krónur fyrir hvert skipti. Teiti með arabískum prinsKhasoggi var efni úttektar fréttablaðsins Time árið 1987 og þar er hann sagður vera birtingarmynd vopnasalans sem lifir ljúfu lífi milljarðarmæringsins. Ritarinn Khoury brást ókvæða við þegar hann var spurður um viðbrögð Mills sem hefur ávallt neitað þessum sögum. Hún er með svartan blett á tungunni. News of the World greinir einnig frá kynlífsteiti með arabískum prins sem Mills tók þátt í gegn greiðslu 140 þúsund króna. Fyrrverandi vændiskonan Petrina Montrose er einn heimildarmanna Taylor í greininni og greinir hún frá umræddri orgíu í samtali við blaðið. Lýsingar hennar eru ansi nákvæmar en í máli Montrose verður ekki annað séð en að Mills hafi verið þaulvön í þessum fræðum. Heather var kunnuglegt andlit í okkar atvinnugrein, hefur blaðið eftir Montrose. Mills neitar ölluMálið hefur óneitanlega vakið mikla athygli enda er Paul McCartney talinn vera einn ríkasti maður Bretlands. Hjónin skrifuðu ekki undir neinn kaupmála og því gæti Mills auðgast töluvert á skilnaðinum því eignir bítilsins fyrrverandi eru metnar á rúmar 900 hundruð milljónir punda eða 123 milljarða íslenskra króna. Mills og McCartney giftust fyrir fjórum árum síðan og eiga eina dóttur, Beatrice Lögfræðingur Heather birti í gær yfirlýsingu frá henni þar sem Mills neitaði öllum fréttum blaðsins. Þetta eru ekki nýjar sögur og voru hraktar af lögfræðingum fyrir mörgum árum síðan. Greinin er augljóslega birt til að skaða Mills, eiginmann hennar og fjölskyldu á þessum viðkvæmu tímum, segir í yfirlýsingunni sem fréttavefur BBC birti. Heimildarmennirnir í þessari grein eru óvandaðar manneskjur sem þegið hafa greiðslur fyrir sögurnar. Þar er ennfremur útilokað að Mills muni birtast í viðtölum til að útskýra sína hlið á málinu en bresku blöðin höfðu gert að því skóna að hún myndi gera það til að svara ásökununum. Skilnaðurinn er einkamál og þau ætla að hafa hagsmuni Beatrice að leiðarljósi, sagði talsmaður Mills. Paul McCartney hefur verið þögull sem gröfin og hefur einungis látið hafa eftir sér að hann vilji hag Beatrice sem mestan í skilnaðarferlinu. -fgg Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
News of the World birti í sunnudagsblaði sínu frétt um að fyrrverandi eiginkona Paul McCartney, fyrirsætan Heather Mills, hefði verið vændiskona og þjónað arabískum prins og alræmdum vopnasala. Mills neitar staðhæfingum blaðsins í yfirlýsingu sem barst breskum fjölmiðlum í gær. Bretland er á öðrum endanum. Enska landsliðið hafði sigur í sínum fyrsta leik gegn Paraguy en mál Heather Mills hefur vakið mun meiri athygli. Öllum má vera ljóst að fyrirsætan á ekki mikla samúð inni hjá bresku blöðunum eftir að fregnir um skilnað þeirra hjóna birtust fyrst fyrir um hálfum mánuði síðan á síðum News Of the World. Fyrir nokkru birti götublaðið The Daily Mail myndir af fyrirsætunni fyrrverandi í ansi erótískum stellingum sem birtust fyrst í þýsku bókinni Die Freuden Der Liebe eða Unaður Ástarinnar. Frétt News Of the World er því vatn á myllu þeirra sem halda því fram að Mills hafi gifst McCartney til fjár.Svæsnar kynlífssögurAdnan Khasoggi Er ein af aðalpersónunum í sápunni sem orðið hefur til í kringum skilnað Mills og McCartney. Adnan er velþekktur milljarðarmæringur og var á forsíðu Time - tímaritsins árið 1987 þar sem glæsilegur lífstíll hans var tíundaður.Blaðið segist hafa undir höndunum upplýsingar um hver hórumamma Mills hafi verið og hvers slags kynlífsathafnir hún hafi stundað gegn greiðslu. Frétt News of the World er klámfengin svo vægt sé til orða tekið. Þar er að finna nákvæmar lýsingar á einstökum fundum sem Mills átti við milljarðarmæringa í London og annars staðar í Evrópu. Blaðamaðurinn Phil Taylor segist hafa viðað að sér upplýsingum frá Evrópu og Mið - Austurlöndum og tekur fram að vitnisburður viðmælanda sinna séu eiðsvarnir og undirritaðir en þeir koma allir fram undir nafni. Í grein Taylor kemur fram að vopnasalinn Adnan Khasoggi hafi verið meðal viðskiptavina Mills og þau hafi mælt sér mót á hótelum í London og á Spáni. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Mills greiddar háar upphæðir fyrir kynlífsorgíur og í úttekt blaðsins kemur fram að þetta hafi ekki verið neitt stundarbrjálæði.Abdul Khoury, fyrrum ritari Khashoggi sem býr í Líbanon, staðfestir þessa fortíð í samtali við blaðið. Ein af skyldum mínum var að útvega Khasoggi félagsskap og fylgismeyjar. Ég veit að Mills var ein þeirra sem átti náin samskipti við hann, sagði Khoury í samtali við blaðið. Khasoggi hélt frábær teiti og vildi alltaf fá að vita hvernig kvenfólkið leit út. Ég benti honum á Mills og sagði hana vera mjög þokkafulla, útskýrir Khoury. en sádí - arabíska vopnasalinn á að hafa greitt henni tvö þúsund pund eða 250 þúsund krónur fyrir hvert skipti. Teiti með arabískum prinsKhasoggi var efni úttektar fréttablaðsins Time árið 1987 og þar er hann sagður vera birtingarmynd vopnasalans sem lifir ljúfu lífi milljarðarmæringsins. Ritarinn Khoury brást ókvæða við þegar hann var spurður um viðbrögð Mills sem hefur ávallt neitað þessum sögum. Hún er með svartan blett á tungunni. News of the World greinir einnig frá kynlífsteiti með arabískum prins sem Mills tók þátt í gegn greiðslu 140 þúsund króna. Fyrrverandi vændiskonan Petrina Montrose er einn heimildarmanna Taylor í greininni og greinir hún frá umræddri orgíu í samtali við blaðið. Lýsingar hennar eru ansi nákvæmar en í máli Montrose verður ekki annað séð en að Mills hafi verið þaulvön í þessum fræðum. Heather var kunnuglegt andlit í okkar atvinnugrein, hefur blaðið eftir Montrose. Mills neitar ölluMálið hefur óneitanlega vakið mikla athygli enda er Paul McCartney talinn vera einn ríkasti maður Bretlands. Hjónin skrifuðu ekki undir neinn kaupmála og því gæti Mills auðgast töluvert á skilnaðinum því eignir bítilsins fyrrverandi eru metnar á rúmar 900 hundruð milljónir punda eða 123 milljarða íslenskra króna. Mills og McCartney giftust fyrir fjórum árum síðan og eiga eina dóttur, Beatrice Lögfræðingur Heather birti í gær yfirlýsingu frá henni þar sem Mills neitaði öllum fréttum blaðsins. Þetta eru ekki nýjar sögur og voru hraktar af lögfræðingum fyrir mörgum árum síðan. Greinin er augljóslega birt til að skaða Mills, eiginmann hennar og fjölskyldu á þessum viðkvæmu tímum, segir í yfirlýsingunni sem fréttavefur BBC birti. Heimildarmennirnir í þessari grein eru óvandaðar manneskjur sem þegið hafa greiðslur fyrir sögurnar. Þar er ennfremur útilokað að Mills muni birtast í viðtölum til að útskýra sína hlið á málinu en bresku blöðin höfðu gert að því skóna að hún myndi gera það til að svara ásökununum. Skilnaðurinn er einkamál og þau ætla að hafa hagsmuni Beatrice að leiðarljósi, sagði talsmaður Mills. Paul McCartney hefur verið þögull sem gröfin og hefur einungis látið hafa eftir sér að hann vilji hag Beatrice sem mestan í skilnaðarferlinu. -fgg
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira