Innlent

Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag.

Það var í mars sem sérfræðingar frá ráðherraskrifstofu Evrópusambandsins komu hingað til lands til að taka út skipulag og hlutverk þeirra stjórnvalda sem berjast gegn glæpum, sér í lagi gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Skýrsla þeirra var síðan kynnt í dag.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að mið verði tekið af henni við þær skipulagsbreytingar sem gerðar verði með nýskipan lögreglumála. Hann hefur einnig skipa starfshóp til að vinna úr skýrslunni.

Skýrslan var kynnt ríkisstjórninni á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×