Innlent

Þakka skjót viðbrögð

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eru þakklát þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í gær og komu þannig í veg fyrir frekari skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fréttablaðinu barst í gær.

"Það er samdóma álit þeirra sem að komu að allt hjálparstarf hafi gengið einstaklega vel og fagmannlega fyrir sig og allir hafi verið boðnir og búnir til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að aðstoða." Þá segir í tilkynningunni að það sé harmað að þessi atburður hafi orðið í einni af stofnunum sveitarfélagsins og að lögð verði áhersla á að slíkir atburðir hendi ekki aftur.

Flestir þeirra sem urðu fyrir eitrun voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×